Fréttir

Bikarmót 2. og 3. flokkur

Helgina 30.-31. janúar sl. hélt KA bikarmót fyrir 2. og 3. flokk karla og kvenna í blaki.

Fjórir KA menn í landsliðshópnum

Fjórir leikmenn KA eru í 22 manna landsliðshópi Íslands. Þeir eru Filip Pawel Szewczyk, Hilmar Sigurjónsson, Piotr Slawomir Kempisty og Ævarr Freyr Birgisson

Ná KA menn að knýja fram oddaleik gegn HK?

Í kvöld, föstudag fer fram annar leikur KA og HK í undanúrslitum Mizuno-deildar karla í blaki. Þetta er annar leikur liðanna í undanúrslitunum og hefst hann klukkan 20:00 í KA heimilinu. Fyrsti leikur liðanna var á miðvikudaginn og var það gríðarleg rimma sem lauk með 3-2 sigri HK.

Bikarmeistarar í blaki 2015 - myndir

KA varð bikarmeistari karla í blaki árið 2015 með 3-1 sigri á HK á sunnudaginn. Tekið var á móti meisturunum í KA heimilinu á mánudaginn. Myndir úr Höllinni og frá móttökunni o.fl.

KA-menn hefja titilvörnina í kvöld í blakinu

Í kvöld kl. 19.30 taka KA-menn á móti Reykjavíkur-Þrótturum í fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki karla. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram í KA-heimilinu. Í hinum leiknum í undanúrslitum mætast HK og Stjarnan syðra.

Móttaka fyrir bikarmeistarana í KA heimilinu kl. 17:30 í dag

Aðalstjórn KA og stjórn Blakdeildar KA bjóða til mótttöku í KA heimilinu á morgun mánudag til heiðurs nýkrýndum bikarmeisturum KA.  Athöfnin verður frá klukkan 17:30 til 18:00 og er öllum velunnurum KA boðið að mæta og heilsa upp á strákana og óska þeim til hamingju með langþráðan og glæsilegan sigur í dag.  Strax á eftir eða klukkan 18:00 bíður KA svo bæði karla- og kvennaliðinu til matarveislu í KA heimilnu. Vonumst til að sjá sem flesta koma og samgleðjast með strákunum.  Til hamingju strákar og til hamingju KA menn.  Stjórnir KA

Piotr Slawomir Kempisty, blakmaður, er íþróttamaður KA 2009!

Á KA - deginum í dag, sem fram fór í tilefni 82. ára afmæli KA, var íþróttamaður KA kjörinn. Í ár var Piotr Slawomir Kempisty kjörinn. Piotr var valinn besti leikmaður 1. deildar karla 2009 af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar er hann stigahæstur í MIKASA deild karla eftir fyrstu fimm umferðir þessa keppnistímabils. Í öðru sæti var Haukur Heiðar knattspyrnumaður og í því þriðja var Helga Hansdóttir júdókona en þau hafa bæði staðið sig virkilega vel á árinu. Heimasíðan óskar þessu frábæra keppnisfólki til hamingju með titlana!

Nýjung frá aðalstjórn K.A.

Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið. Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður júdódeildar á staðnum.

Kvennalið KA tapaði 2-0 fyrir Skautafélaginu

Kvennalið KA og Skauptafélag Akureyrar áttust við í 2. deild kvenna í KA heimilinu gærkveldi. Lið Skautafélagsins vann öruggan sigur 2-0 (25-8) (25-14).

KA-HK 2. flokkur - Nánar

KA menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með því að leggja HK glæsilega í 3 hringum gegn engri (24-26) (21-25) og (12-25). Sjá myndir af móttöku við heimkomuna.