Fréttir

Strandblaksmót KA um Versló!

Blakdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með blakmót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótin eru tvö og ættu því allir að geta tekið þátt í fjörinu og tilvalið að hreyfa sig aðeins um helgina í góðum félagsskap

Sigdís Lind Sigurðardóttir til liðs við KA

Kvennalið KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Sigdís Lind Sigurðardóttir hefur skrifað undir hjá félaginu. Sigdís er 23 ára gömul og gengur til liðs við KA frá Kolding VK í Danmörku og ljóst að koma hennar mun styrkja KA liðið mikið en hún spilar miðju

Blakdeild semur við André Collin

Karlalið KA hefur fengið góðan liðsstyrk en André Collin hefur skrifað undir samning hjá félaginu og mun bæði leika með liðinu sem og koma að þjálfun karla- og kvennaliðs KA. Collin sem er 41 árs og 1,94 metrar á hæð er reynslumikill leikmaður og hefur verið gríðarlega sigursæll bæði á Spáni og í Brasilíu