Fréttir

Níu leikmenn frá KA í U17 og U19

Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki, þeir Filip Szewczyk og Emil Gunnarsson, hafa valið leikmenn fyrir Norðurlandamót U19 sem fram fer í Ikast í Danmörku um miðjan október. Átta leikmenn frá Blakdeild KA eru í hópunum, 7 drengir og 1 stúlka. Þessir leikmenn eru mjög ungir og eiga allir drengirnir einnig sæti í U17 landsliðinu. Þessi fjöldi sýnir vel hversu góðum árangri þessir ungu leikmenn hafa náð og er mikil viðurkenning fyrir blakdeildina og Filip sem hefur verið þjálfari hjá KA undanfarin ár. Þeir leikmenn sem valdir voru eru Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Ævarr Freyr Birgisson, Valþór Ingi Karlsson, Sævar Karl Randversson, Sigurjón Karl Viðarsson, Vigfús Jónbergsson og Ásta Lilja Harðardóttir.