Um deildina

Fimleikadeild KA var stofnuð árið 2023. 

 

Starfsfólk Fim.KA

Aðalstjórn FIMAK

Emilía Fönn Andradóttir
Sonja Dagsdóttir
Helga Kristín Helgadóttir
Sólveig Rósa Davíðsdóttir
Kristján Heiðar Kristánsson
Til vara:
Kristín Benediktsdóttir
Einar Pálsson

  • N

    Netfang

Foreldraráð

Mótanefnd

  • NafnStarfsheitiFulltrúi f. áhaldaiðkendur
  • NafnStarfsheitiFulltrúi iðkenda hópfimleika
  • NStarfsheitiFulltrúi úr foreldraráði
  • NafnAmir Daniari (StarfshFulltrúi þjálfara)

Starfsfólk á skrifstofu

Þjálfarar

 

 

Reglur Fimleikadeildar KA

Æfingareglur

 

  • Iðkendur mæti 10 mínútum áður en æfing hefst (helst ekki fyrr) og bíði í búningsklefa þar til þjálfari sækir þá. Raða skal skóm í skóhillu sé ekki pláss má raða þeim snyrtilega meðfram veggjum.
  • Öllu matarkyns skal haldið fyrir utan æfingasalinn. Leyfilegt er að borða nesti frammi í sal hjá anddyri.
  • Iðkendur skulu fara eftir fyrirmælum, vera kurteisir og bera virðingurfyrir þjálfurum og öðrum iðkendum í sal.
  • Iðkendur mæti snyrtilega til fara, án skartgripa og þeir sem eru síðhærðir hafi teygju í hárinu. Af öryggisástæðum skulu framhaldshópar æfa í fimleikabol, frjálst er að vera í buxum við en þær verða að vera þröngar. Grunnhópar mega æfa í íþróttafatnaði en þó ekki í víðum fötum.
  • Iðkendum er stranglega bannað að vera með tyggigúmmí inn í fimleikasal.
  • Iðkendum er aðeins heimilt að vera í salnum á æfingatíma og fari út úr salnum að lokinni æfingu í fylgd þjálfara. Nemandi sem mætir til áhorfs má alls ekki hafa truflandi áhrif á þá sem æfa.
  • Ganga þarf vel um öll áhöld í fimleikasalnum.
  • Það er með öllu óheimilt að vera á trampólíni eða í gryfju án þess að þjálfari sé viðstaddur.
  • Notkun GSM-síma er bönnuð í æfingasalnum. Vinsamlega hafið slökkt á þeim eða stillið þá á hljóðlaust ef þeir eru hafðir meðferðis. Vakin skal athygli á því að ekki er tekin ábyrgð á fjármunum eða fatnaði inn í búningsklefa. Verðmæti ætti að fá geymd í afgreiðslu.
  • Allar upptökur í sal eru bannaðar nema með fengnu leyfi þjálfara. Sé upptaka leyfð og hún birt opinberlega án samþykkis þeirra sem þar koma kemur til áminningar. Þeir iðkendur sem vilja EKKI að myndir eða myndbönd birtist á vefmiðlum deildarinnar vinsamlegast sendið skilaboð á fimleikar@ka.is, þess efnis.
  • Einelti lýðst ekki hjá félaginu og skal tilkynnt formanni formadur@fimak.is ,ef grunur er á slíku.
  • Virkni á æfingum er skilyrði.

 

Iðkendum ber að fylgja reglum. Við fyrsta brot fær viðkomandi tiltal af þjálfara, við annað brot kemur til áminningar og við þriðja brot getur komið til brottvísunar.

Iðkendur skulu boða forföll til þjálfara í gegnum Sportabler. Ef iðkandi ákveður að hætta eru foreldrar/forráðamenn vinsamlegast beðnir að tilkynna það til skrifstofu fimleikadeildarinnar fimleikar@ka.is . Fimleikadeildin áskilur sér rétt að rukka fyrir pláss sem ekki hefur verið tilkynnt til skrifstofu.

Reglur fyrir keppnisferðir hjá Fimleikadeildar KA.

Iðkendur og fararstjórar.

1. Iðkendur í ferð á vegum Fimleikadeildar KA skulu í alltaf sýna góða hegðun, almenna kurteisi og vera félaginu til sóma.

2. Iðkendur skulu lúta þeim reglum sem fararstjórar og þjálfarar setja enda miða þær að því að skapa góða ímynd, ná árangri og efla liðsheild.

3. Iðkendur bera ábyrgð á persónulegum eigum sínum. Óski iðkendur eftir að koma með dýr raftæki er það á þeirra ábyrgð en iðkandi skal virðaþá takmörkun á slíkum tækjum sem fararstjóri gæti óskað eftir. T.d. er kemur að símanotkun. Iðkendur deildarinnar taka ekki með sér síma inn í keppnissal.

4. Iðkendur, fararstjórar og þjálfarar skulu kappkosta að hafa heilbrigt líferni í fyrirrúmi á ferðalögum þar með talið hvað varðar svefn og næringu. Sælgæti og gos aðeins í boði á heimferð.

5. Iðkendur mega hafa með sér pening á eigin ábyrgð. Æskilegt er að fararstjóri setji viðmiðunarreglur um fjárhæðir fyrir brottför þegar við á.

6. Iðkendur skulu ávallt halda hópinn á meðan á ferð stendur, nema í samráði við fararstjóra.

7. Iðkendur sem ekki ferðast með hópnum en koma t.d. í hópefli eru ekki á ábyrgð fararstjóra. Foreldrar/forráðamenn iðkenda geta ekki tekið iðkendur út úr hópnum, nema í samráði við fararstjóra.

8. Allir eiga að vera komnir í ró kl. 22 á kvöldin. Iðkendum ber að ganga vel um gististaði og klefa í íþróttahúsum í ferðum á vegum Fimleikadeildar KA, gangahljóðlega um og gæta þess að raska ekki ró annarra með hávaða og illri umgengni.

9. Ef iðkandi hefur einhverjar sérþarfir, s.s. hefur ofnæmi, er með svefnvandamál eða þarf að taka lyf að staðaldri skal fararstjóri látinn vita fyrir brottför.

10. Ef iðkandi verður uppvís að broti á þessum reglum er heimilt að senda hann heim á kostnað iðkanda/forráðamanna.

 

Fararstjórar

1. Fararstjóri ber ábyrgð á sínum hópi og hópurinn skal hlýða honum.

2. Fararstjórar skulu almennt vera til fyrirmyndar varðandi hegðun og umgengni.

3. Fararstjóri ræður tilhögun ferðar í samráði við þjálfara/deildarstjóra hópsins.

4. Einungis er ferðast með iðkendur Fimleikadeildar KA í faratækjum með viðurkenndum öryggisbúnaði, t.d. öryggisbelti. Fararstjóri skal sjá um að farið sé að settum reglum og slíkur búnaður notaður.

5. Fararstjóri skal fylgjast með að ökumaður rútu sé allsgáður, vel upplagður og fylgi umferðareglum. Sjái fararstjóri eitthvað athugavert, ber honum að gera strax athugasemd. Sömu reglur gilda ef ferðast er með einkabílum.

6. Fararstjórum og þeim sem aka með iðkendur í einkabifreiðum er óheimilt að bragða áfengi sólarhring áður en ferð hefst og þar til henni er lokið.

7. Fararstjórum, dómurum og þjálfurum er óheimilt að neyta tóbaks í ferð þannig að iðkendur sjái.

8. Fararstjórar sjá til þess að iðkendur borði skipulagðar máltíðir, aðstoða við að bera þær fram og ganga frá eftir matinn.

9. Fararstjórar bera ábyrgð á frágangi á stofu eða sal þar sem gist er. Gistirýmum skal komið í það horf sem að þeim var komið.

10. Fararstjórar beri virðingu fyrir hvor öðrum og skipti jafnt með sér verkum.

11. Ef sundferð eða annars konar ferð er á dagskrá hópsins þurfa fararstjórar að fylgja hópnum og sjá til þess að nægur fjöldi fullorðinna fylgi hópnum.

12. Ef foreldrar/forráðamenn velja að fara með hópnum en þó ekki sem fararstjórar verða þeir að fylgja skipulagi, keppnisreglum og ákvörðunum fararstjóra.

 

Fjáraflanir

Reglur varðandi fjáraflanir og ráðstafanir hans :

1. Allir iðkendur Fimleikadeildar KA sem taka þátt í viðburðum utan Akureyrar geta tekið þátt í fjáröflun.

2. Fjáröflun er ekki greidd út ef iðkandi hættir.

3. Fjáröflun er í höndum foreldrafélagsins sem skiptir með sér verkum og sjá því ákveðnir aðilar um þessi mál. Þeir sjá um að ákveða hvaða fjáröflun er hverju sinni og skipuleggja hana. Búa til auglýsingu til að nota í fjáröflun ásamt því að gera skjal sem heldur utan um allt sem tengist fjáröflun s.s. sölutölur og stöðu inneignar hvers og eins.

4. Við notumst við facebook síðu FIM.KA fjáröflun til að auglýsa fjáraflanir.

5. Fimleikaeild KA á bankareikning sem heldur utan um þær fjárhæðir sem safnast. Allar fjáraflanir í nafni deildarinnar skulu lagðar inn á þennan reikning.

6. Allar fjáraflanir eru eyrnamerktar hverjum og einum iðkanda. Inneign hvers iðkanda er skráð í viðeigandi skjal, fulltrúi í foreldrráði heldur utanum hvað hver á og sendir beiðnir til skrifstofu ef nota á inneign.

7. Hægt er að nota inneignir til að greiða kostnað vegna keppnisferða og hluta æfingagjalda.

8. Ef iðkandi hættir og hefur ekki nýtt alla inneign sína má færa inneignina yfir til systkina innan Fimleikdadeildar KA.

9. Fimleikadeild KA heldur inneign í 18 mánuði eftir að iðkandi hættir ef viðkomandi skyldi skipta um skoðun eða systkini sem byrjar að æfa, eftir það rennur inneignin óskert til Fimleikadeildar KA.

 

 

Mótanefnd

1. grein - Skipun nefndarinnar

Nefndina skipa 5 fulltrúar, stjórn félagsins skal skipa fulltrúa í hana í lok ágúst ár hvert samkvæmt tilnefningum, sem hér segir: Einn frá stjórn Fimleikafélagsins og skal hann vera formaður nefndarinnar og einn yfirþjálfari félagsins. Þrír fulltrúar tilnefndir af foreldrafélagi Fimleikafélagsins, þannig að tveir eigi iðkanda í áhaldafimleikum bæði karla- og kvennahópum og einn eigi iðkanda í hópfimleikum.

Auglýst er eftir nefndarmönnum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, ef engar tilnefningar berast þarf stjórn Félagsins að óska eftir setu í nefndinni.

2. grein – Starfssvið nefndarinnar

Að taka saman og fylgjast með áætlun um mót á vegum FSÍ á hverju starfsári, svo og um óformleg mót á vegum félaga um allt land. Koma upplýsingum til allra foreldra að hausti eftir birtingu nýrrar mótaskrár Fimleikasambands Íslands, þar sem fram kemur kynning á áætlun vetrarins ár hvert, á heimasíðu og samfélagsmiðlum til allra foreldra. Að tilkynna foreldrum með góðum fyrirvara um hvaða mót sé líklegt/hugsanlegt að börn þeirra verði send til þátttöku í utan Akureyrar.

Að gera í kjölfarið ár hvert áætlun um mót sem Fimleikafélagið hyggst standa fyrir svo sem Akureyrarmót í einstökum flokkum, Akureyrarfjör eða önnur boðsmót fyrir fleiri fimleikafélög. Sem og áætlun um stærri atburði sem Fimleikafélagið hyggst standa fyrir svo sem jólasýningu, vorsýningu, grilldag, opið hús, lokahóf o.s.frv.

Að móta stefnu fyrir félagið um þátttöku iðkenda í mótum, þannig að allir iðkendur yfir ákveðnum aldri skuli eiga kost á að taka þátt í að minnsta kosti einu móti á hverjum vetri.

Að sjá til þess, með samstarfi við þjálfara, að stefnu um þátttöku iðkenda í mótum sé framfylgt.

Að sjá um undirbúning atburða á Akureyri ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum sjálfboðaliðum, svo sem að panta aðstöðu, flytja áhöld, miðasölu, veitingasölu, útvega verðlaun, taka við skráningu og mótagjöldum, skipulagning atburðar (s.s. niðurröðun í hópa o.fl.) o.s.frv.

Mótanefnd hefur umsjón með mótun regla fyrir viðburðum þar sem veita á ýmis verðlaun svo sem Akureyrarmeistaratitil og aðrar innanhúss viðurkenningar sem komið geta til.

Foreldraráð Fim.KA

1. Grein

Foreldraráð er félag foreldra og forráðamanna iðkenda í keppnishópum Fimleikadeildar KA. Allir foreldrar/forráðamenn iðkenda í keppnishópum eiga aðild að ráðinu. Stjórn foreldraráðs hefur umsjón með verkefnum þess í umboði foreldra.

2. Grein

Markmið foreldraráðs er m.a.

  • Efla og auka samvinnu á milli Fim.K og heimila.
  • Vera hagmunaaðilar iðkenda og foreldra.
  • Tryggja að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið.
  • Stuðla að góðu samstarfi milli iðkenda, stjórnenda og þjálfara.
  • Stuðla að vellíðan iðkenda.
  • Stuðla að innihaldsríku og uppbyggjandi félagsstarfi.
  • Stuðla að betri árangri í starfi Fim.KA.
  • Koma að fræðslumálum með stjórnendum félagsins.
  • Aðstoða við mótahald félagsins
  • Aðstoða við sýningar félagsins
  • Yfirumsjón og samræming með fjáröflunum keppnishópa Fim.KA.

Foreldraráðið ákveður hvernig það vill vinna að þessum markmiðum í samráði við stjórn félagsins.

3. Grein

Foreldraráð heyrir beint undir stjórn Fim.KA. Stjórn Fim.KA er heimilt að breyta umboði foreldraráðs, t.d. hvað varðar þau verkefni, fjáraflanir og ferðir sem ráðið tekur þátt í og skipuleggur.

Foreldraráð skal þó ekki fara með ákvörðunarvald hvað varðar starfsmannamál, rekstur, skipun þjálfara og aðrar faglegar ákvarðanir félagsins.

4. Grein

Foreldraráð skal skipuð sjö foreldrum. Reynt skal að tryggja að a.m.k. 2 fulltrúar séu frá áhaldafimleikum og 2 frá hópfimleikum. Æskilegt er að nýir fulltrúar eru skipaðir til tveggja ára í senn til að tryggja að þekking og reynsla glatist ekki.

5. Grein

Foreldraráð skipar með sér verkum:

  • Formann sem jafnframt er tengiliður við stjórn Fim.KA
  • Ritara
  • Fjáröflunarstjóra sem hefur umsjón með sjoppu- og fjáröflunum.
  • Að minnsta einn fulltrúa í mótanefnd Fim.KA

6. Grein

Foreldraráð getur ekki gert samninga í nafni Fim.KA eða skuldbundið Fim.KA fjárhagslega eða með nokkrum öðrum hætti. Meðferð fjármuna sem falla til vegna viðburða eða sölustarfssemi sem viðkomandi foreldraráð stendur fyrir skal vera í umsjón stjórnar Fim.KA.

7. Grein

Aðalstjórn Fim.KA hefur áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum Foreldraráðs Fim.KA

8. Grein

Stjórn Fim.KA skal boða til fundar með foreldraráði í upphafi hvorrar annar þar sem farið er yfir starfið.

9. Grein

Foreldraráð, með aðstoð annarra foreldra kemur að mótahaldi og viðburðum s.s. eins og:

  • Vinna við mót sem Fim.KA heldur.
  • Vinna við sýningar sem Fim.KA heldur.
  • Vinna við aðra viðburði sem Fim.KA heldur.
  • Ein sameiginleg uppákoma á haustönn fyrir keppnishópa, svo sem jólaskemmtun eða aðra skemmtun.
  • Ein sameiginleg uppákoma á vorönn fyrir keppnishópa, svo sem sundlauga partý eða aðra skemmtun.

10. Grein

Foreldraráð skal stuðla að uppbyggilegu félagsstarfi fyrir iðkendur Fim.KA í samráði við yfirþjálfara Fim.KA. Foreldraráði er heimilt að nota félagsaðstöðu félagsins að Giljaskóla til gagns fyrir iðkendur og félagið allt í samráði við stjórnendur félagsins og í samræmi við almennar reglur um notkun húsnæðisins.

11. Grein

Foreldraráð skal stuðla að því að foreldrar hvetji börnin sín og annarra á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í starfi og leik og bendi þeim á mikilvægi þess að þeir sæki viðburði þá sem börn þeirra taka þátt í eftir fremsta megni.

12. Grein

Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og skrifum á heimasíðu um þá málaflokka sem undir foreldraráð falla.

13. Grein

Foreldraráð gerir grein fyrir starfsemi sinni á liðnu starfsári á aðalfundi og í ársskýrslu Fim.KA.