Fréttir

Sjöundi bikartitillinn kom árið 2016

Karlalið KA í blaki varð Bikarmeistari í sjöunda skiptið árið 2016 eftir að hafa lagt Þrótt Neskaupstað 3-1 að velli í úrslitaleiknum. Í undanúrslitunum hafði KA-liðið slegið út sjálfa Íslandsmeistarana í HK og varði þar með Bikarmeistaratitil sinn frá árinu 2015

Blaktímabilið blásið af - engir meistarar krýndir

Blaksamband Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að blása núverandi tímabil af en ákvörðunin var tekin í samráði við félögin í landinu. Áður var búið að krýna sigurvegara í Mizunodeildunum og stóð kvennalið KA þar uppi sem sigurvegari

KA Íslands- og Bikarmeistari í blaki 1991

KA hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í blaki karla árið 1989 en gerði svo gott betur árið 1991 þegar liðið varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Mikil bikarhefð hefur ríkt hjá KA í kjölfarið en karlalið KA hefur alls orðið níu sinnum Bikarmeistari í blaki karla