22.04.2025
Ný stjórn Fimleikadeildarinar hefur verið stofnuð fyrir starfsárið 2025-2026. Við þökkum fráfarandi stjórn sitt starf.
Skipan Stjórn Fimleikadeildar KA.
Emilía Fönn Andradóttir - Formaður
Helga Kristín Helgadóttir - Varaformaður
Sólveig Rósa Davíðsdóttir - Stjórnarmeðlimur
Kristján Heiðar Kristjánsson - Ritari
Sonja Dagsdóttir - Stjórnarmeðlimur
Einar Pampichler - Varamaður í stjórn
Kristín Mjöll Benediktsdóttir - Varamaður í stjórn
Ábendingar og önnur erindi fyrir stjórn Fimleikadeildar KA berist á fim.formadur@ka.is.
14.04.2025
KA barst í dag mikill liðsstyrkur fyrir baráttuna í sumar þegar Marcel Rømer skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins. Rømer er 33 ára miðjumaður sem mætir norður frá danska liðinu Lyngby þar sem hann var fyrirliði
13.04.2025
Glæsilegur árangur náðist hjá keppendum Júdódeildar KA um helgina þegar keppt var á Íslandsmóti yngri flokka 2025 en alls skilaði KA heim tvo Íslandsmeistaratitla, og tveimur silfurverðlaunum
10.04.2025
Það er komið að stóru stundinni þegar karla- og kvennalið KA hefja leik í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Vinna þarf þrjá leiki og gríðarlega mikilvægt að hefja einvígin á sigri og til þess þurfum við ykkar stuðning
10.04.2025
Eiður Eiðsson, mikill KA maður og sannur sjálfboðaliði er fallinn frá.
09.04.2025
Ný heimasíða KA var vígð í dag þann 9. apríl 2025 en síðan er samstarfsverkefni KA og hugbúnaðarfyrirtækisins Stefnu. Það er von okkar að með hinni nýju síðu verði allar helstu upplýsingar um félagið og starf þess aðgengilegri og sýnilegri
09.04.2025
Anna Þyrí Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu en KA/Þór tryggði sér aftur sæti í efstudeild með sannfærandi sigri í Grill66 deildinni í vetur. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Anna Þyrí sýnt sig og sannað sem einn besti línumaður og varnarmaður landsins undanfarin ár
31.03.2025
Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að segja upp samningi við Halldór Stefán Haraldsson, þjálfara liðsins
28.03.2025
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin liðinu út tímabilið 2026-2027. Bergrós sem er uppalin hjá KA/Þór á framtíðina fyrir sér og afar jákvætt að hún hafi skrifað undir nýjan samning
27.03.2025
Í vikunni hafa Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Hafdís Nína Elmarsdóttir, Sigurður Nói Jóhannsson og Snorri Kristinsson verið á reynslu hjá Malmö FF í Svíþjóð. Félagið er sigursælasta karlalið landsins og hóf fyrir fimm árum þátttöku í kvennakeppni