10.12.2013
Bæði karla- og kvennaliðið töpuðu fyrir Þrótti Nes á laugardag
06.12.2013
KA sigraði Þrótt Nes 3-1 í kvöld.
27.11.2013
Fyrri hluti riðlakeppni Bikarkeppni BLÍ fór fram á Álftanesi um síðustu helgi.
16.11.2013
Meistaraflokkar karla og kvenna í blaki léku tvo leiki hvort um helgina.
13.11.2013
Fyrstu heimaleikir KA í Mikasa-deildinni í blaki fara fram um helgina.
07.10.2013
Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki, þeir Filip Szewczyk og Emil Gunnarsson, hafa valið leikmenn fyrir Norðurlandamót U19 sem fram fer í Ikast
í Danmörku um miðjan október. Átta leikmenn frá Blakdeild KA eru í hópunum, 7 drengir og 1 stúlka. Þessir leikmenn eru mjög ungir
og eiga allir drengirnir einnig sæti í U17 landsliðinu. Þessi fjöldi sýnir vel hversu góðum árangri þessir ungu leikmenn hafa náð
og er mikil viðurkenning fyrir blakdeildina og Filip sem hefur verið þjálfari hjá KA undanfarin ár. Þeir leikmenn sem valdir voru eru Benedikt Rúnar
Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Ævarr Freyr Birgisson, Valþór Ingi Karlsson, Sævar Karl Randversson, Sigurjón Karl Viðarsson, Vigfús
Jónbergsson og Ásta Lilja Harðardóttir.
15.09.2013
Framundan eru Norðurlandamót U17 og U19 í blaki og hafa landsliðsþjálfararnir valið í æfingahópa. Blakdeild KA á þar marga
fulltrúa eins og oft áður.
Í æfingahópi U17 karla eru Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Sigurjón Karl Viðarsson, Sævar Karl Randversson,
Valþór Ingi Karlsson, Vigfús Jónbergsson og Ævarr Freyr Birgisson. Þjálfari er Natalia Ravva.
Í æfingahópi U17 kvenna eru þær Arnrún Eik Guðmundsdóttir og Sóley Ásta Sigvaldadóttir. Þjálfari er Miglena
Apostolova.
Sömu drengir eru í æfingahópi U19 en þjálfari þeirra er Filip Sczewzyk sem er einnig þjálfari karlaliðs KA.
Þær sem voru valdar til æfinga í U19 kvenna voru þær Alda Ólína Arnarsdóttir, Ásta Lilja Harðardóttir, Hafrún
Hálfdánardóttir og Hólmfríður Ásbjarnardóttir. Það er hins vegar bara Ásta sem gefur kost á sér þar sem hinar
eru fjarri góðu gamni. Þjálfari þeirra er Emil Gunnarsson.
Við bíðum spennt eftir endanlegri liðsskipan en U19 liðin halda til Ikast í Danmörku 14. október og U17 liðin til Kettering á Englandi 31.
október.
09.04.2013
Það var allt undir í kvöld þegar KA tók á móti HK í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um
Íslandsmeistaratitil karla í blaki. Bikarinn var í húsinu enda hefði HK tryggt sér meistaratitilinn með sigri í leiknum þar sem þeir voru
2-1 yfir í einvíginu.
14.03.2013
Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn í fundasal KA-heimilisins þriðjudaginn 19. mars n.k. kl. 20:00.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla formanns
2. Reikningar deildarinnar
3. Kosning nýrrar stjórnar
4. Önnur mál
Hvetjum alla blakspilara og aðra velunnara deildarinnar til að mæta.
Stjórnin
06.01.2013
Stjarnan heimsótti KA í gær og var bæði leikið í karla- og kvennaflokki í Mikasadeildinni. KA-menn sigruðu í karlaflokki 3-1 í
miklum baráttuleik. KA-menn voru seinir í gang í fyrstu hrinunni og töpuðu henni naumlega 26-28. Þeir tóku svo næstu þrjár 25-21, 25-22
og 26-24.