09.04.2025
Anna Þyrí Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu en KA/Þór tryggði sér aftur sæti í efstudeild með sannfærandi sigri í Grill66 deildinni í vetur. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Anna Þyrí sýnt sig og sannað sem einn besti línumaður og varnarmaður landsins undanfarin ár
31.03.2025
Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að segja upp samningi við Halldór Stefán Haraldsson, þjálfara liðsins
28.03.2025
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin liðinu út tímabilið 2026-2027. Bergrós sem er uppalin hjá KA/Þór á framtíðina fyrir sér og afar jákvætt að hún hafi skrifað undir nýjan samning
17.03.2025
Lydía Gunnþórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og verður hún því áfram í eldlínunni með okkar öfluga liði sem tryggði sér á dögunum sæti á ný í deild þeirra bestu
15.03.2025
Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno sem verður 23 ára í næsta mánuði hefur staðið fyrir sínu í marki KA liðsins undanfarin ár og nú er ljóst að áframhald verður á því
14.03.2025
Það var mikið líf og fjör í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi er stórt handboltamót fyrir 7. flokk fór fram. Fjölmargir krakkar frá KA og KA/Þór mættu á svæðið og léku listir sínar gegn jafnöldrum sínum en vegna vetrarfrís í grunnskólum Akureyrar
13.03.2025
Rakel Sara Elvarsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin út tímabilið 2026-2027. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir enda er Rakel Sara einn allra besti hornamaður landsins
03.03.2025
Handknattleiksdeild KA eignaðist tvo bikarmeistara um helgina auk þess sem ein silfurverðlaun bættust við í safnið er úrslitahelgi Poweradebikarsins fór fram að Ásvöllum. Strákarnir og stelpurnar á yngra ári fimmta flokks stóðu uppi sem bikarmeistarar og stelpurnar í 3. flokki fengu silfur
27.02.2025
Skemmtilegasta helgin í íslenskum handbolta er framundan þegar úrslitaleikir í Powerade bikarnum fara fram að Ásvöllum. Það myndast ávallt afar skemmtileg stemning á leikjunum en einstaklega gaman er að úrslitaleikir í öllum aldursflokkum fara fram í sömu umgjörð
23.02.2025
Martha Hermannsdóttir var í gær tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA og er hún fyrst í sögu kvennaliðs KA/Þórs til að vera tekin inn í höllina góðu. Martha var vígð inn fyrir leik KA/Þórs og Víkings í gær en stelpurnar hömpuðu sjálfum Deildarmeistaratitlinum að leik loknum