Fréttir

Úrslitin í Kjörísbikarnum um helgina

Það er stór helgi framundan í blakheiminum þegar úrslitin ráðast í Kjörísbikarnum. Karla- og kvennalið KA verða í eldlínunni og alveg ljóst að bæði lið ætla sér áfram í úrslitaleikinn. Úrslitahelgi Kjörísbikarsins er í raun stóri viðburðurinn í blakheiminum ár hvert og frábært að bæði okkar lið séu með í ár

Heimaleikur gegn Völsung á morgun

KA tekur á móti Völsung annaðkvöld, miðvikudag, klukkan 20:15 í úrvalsdeild kvenna í blaki. Stelpurnar unnu frækinn 3-0 sigur á Aftureldingu í síðasta leik sem færði liðið skrefi nær Deildarmeistaratitlinum en KA og Afturelding eru langefst í deildinni

Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins

Dregið var í undanúrslit Kjörísbikarsins í blaki í dag og voru karla- og kvennalið KA að sjálfsögðu í pottinum. Bikarúrslitahelgin er í raun stærsti punkturinn á blaktímabilinu og algjörlega frábært að bæði okkar lið taki þátt í þeirri veislu

Stórkostlegur sigur KA í toppslagnum

KA vann heldur betur glæsilegan og mikilvægan 3-0 sigur á Aftureldingu í uppgjöri toppliða úrvalsdeildar kvenna í blaki í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn og langefst í deildinni en KA lagði Aftureldingu í Mosfellsbænum og Afturelding vann sigur í KA-Heimilinu fyrr í vetur en það eru einu töp liðanna í deildinni

Deildarmeistaratitillinn í húfi á föstudag!

KA og Afturelding hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í blaki kvenna í vetur en þau eru jöfn á toppi deildarinnar fyrir lokasprettinn. Liðin hafa mæst tvívegis í vetur og unnið sitthvorn leikinn en það eru einmitt einu töp liðanna í vetur