Fréttir

Brons á Smáþjóðaleikunum hjá stelpunum

Blaklandsliðin luku leik á Smáþjóðaleikunum í dag, stelpurnar mættu gestgjöfunum í Svartfjallalandi sem þurftu sigur til að tryggja sigur á mótinu. Stelpurnar þurftu hinsvegar sigur til að halda í vonina um silfurverðlaun á mótinu

KA á 5 fulltrúa á Smáþjóðaleikunum

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki munu taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi á næstunni. KA á alls 5 fulltrúa í liðunum auk þess sem fyrrum leikmenn KA eru einnig áberandi í lokahópum landsliðanna

KA á 7 fulltrúa í liðum ársins hjá Blakfréttum

KA átti ótrúlegt tímabil í blakinu í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins unnu alla þá titla sem í boði voru. Blakfréttir.is birtu í gær úrvalslið sín yfir veturinn og má með sanni segja að leikmenn KA hafi verið þar ansi sýnilegir en alls á KA 7 fulltrúa í liðunum, 4 karlamegin og 3 kvennamegin

Mateo Castrillo framlengir við KA um 2 ár

Blakdeild KA hefur gert nýjan tveggja ára samning við Miguel Mateo Castrillo og mun hann því áfram leika lykilhlutverk í karlaliði KA auk þess að þjálfa kvennalið félagsins. Þetta er stórt skref í áframhaldandi velgengni blakdeildar KA en karla- og kvennalið félagsins unnu alla titla sem í boði voru á nýliðnu tímabili