Fréttir

KA og HK í úrslitarimmu í blaki

Annar leikur HK og KA í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla fer fram í KA heimilinu sunnudaginn 22. apríl kl. 18:00.  HK vann fyrsta leikinn en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður Íslandsmeisti. KA verður því að vinna leikinn á sunnudaginn til að eiga möguleika á titlinum.  Mætum í KA heimilið og hvetjum liðið til sigurs!

Íslandsmót í blaki yngri flokka

KA vann Stjörnuna 3-0 í Garðabæ

Meistaraflokkur karla í blaki gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld. KA vann Stjörnuna sem er deildarmeistari 3-0 í miklum baráttuleik. Leikurinn var sá fyrsti í undanúrslitum Íslandsmótsins, næsti leikur verður á heimavelli KA nk. fimmtudagskvöld en tvo sigra þarf til að komast í úrslit.