Fréttir

KA tryggði sér úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki - myndir

Það var allt undir í kvöld þegar KA tók á móti HK í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. Bikarinn var í húsinu enda hefði HK tryggt sér meistaratitilinn með sigri í leiknum þar sem þeir voru 2-1 yfir í einvíginu.