Fréttir

Frábær sigur KA á Álftnesingum

KA tók á móti Álftanesi í gríðarlega mikilvægum leik í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í dag. Fyrir leikinn var KA í 4.-5. sæti með 12 stig en Álftanes var með 18 stig í 3. sætinu. Aðeins efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppnina og klárt að KA liðið þarf á öllum þeim stigum sem í boði eru til að tryggja sæti sitt þar

Mikilvægur leikur gegn Álftanesi á morgun

Það eru tveir spennandi leikir framundan í blakinu í KA-Heimilinu á morgun, laugardag. Álftnesingar mæta með karlalið sitt sem og varalið sitt kvennamegin. Það er heldur betur sex stiga leikur hjá körlunum enda er svakaleg barátta framundan um sæti í úrslitakeppninni

Föstudagsframsagan fer aftur af stað!

Föstudagsframsagan fer aftur af stað á föstudaginn þegar Miguel Mateo Castrillo og Filip Pawel Szewczyk kynna starf blakdeildar KA. Vídalín veitingar verða með gómsætar kótilettur ásamt meðlæti á aðeins 2.200 krónur

Komdu í blak! Frítt að prófa

Blakdeild KA býður öllum að koma og prófa blak út febrúar. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar og um að gera að prófa þessa mögnuðu íþrótt

Sigur og tap á Ísafirði hjá körlunum

KA sótti Vestra heim í tveimur leikjum í Mizunodeild karla í blaki um helgina. KA liðið hefur ekki fundið þann stöðugleika sem hefur einkennt liðið undanfarin ár og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor sem er vissulega ný staða fyrir lið sem hefur unnið allt sem hægt er undanfarin tvö ár

Brons hjá landsliðunum á Novotel Cup

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki tóku þátt í Novotel Cup mótinu sem fram fór í Lúxemborg og lauk í gær. KA átti fjóra fulltrúa í kvennalandsliðinu en það voru þær Gígja Guðnadóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir