Fréttir

André Collin stýrir karlaliði KA

André Collin mun áfram stýra karlaliði KA í blaki í vetur en hann tók við liðinu á miðri síðustu leiktíð eftir að hafa gengið til liðs við félagið sem leikmaður fyrir síðustu leiktíð. André hefur komið af miklum krafti inn í félagið og við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs á komandi vetri

Mateo og Oscar Íslandsmeistarar í strandblaki

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um síðustu helgi og voru þó nokkrir keppendur á vegum blakdeildar KA sem létu til sín taka. Þeir Mateo Castrillo og Oscar Fernandez stóðu uppi sem Íslandsmeistarar en þeir unnu frábæran sigur í efstu deild keppninnar og óskum við þeim til hamingju með titilinn

Blakæfingarnar byrja á morgun!

Æfingar Blakdeildar KA hefjast á morgun, mánudaginn 23. ágúst, en æft verður bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Mikil aukning hefur orðið í blakstarfinu hjá okkur undanfarin ár sem segir mikið til um hve gott starf blakdeildar er og hve gaman það er að spila blak

Sex fulltrúar KA í æfingahópum U19

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U19 ára landsliða Íslands í blaki sem æfa um helgina að Varmá í Mosfellsbæ. Eftir langa Covid pásu er landsliðsstarfið farið aftur á fullt og munu hóparnir aftur æfa dagana 27.-29. ágúst næstkomandi hér á Akureyri