Nýjung frá aðalstjórn K.A.

Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið.
Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður júdódeildar á staðnum.