Fréttir

Ævarr Freyr Bikarmeistari með Odense

Ævarr Freyr Birgisson varð um helgina danskur Bikarmeistari í blaki með liði Odense en þetta er þriðja árið í röð sem Ævarr hampar titlinum. Ævarr er auk þess ríkjandi Danmerkurmeistari en Odense hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár og er í harðri baráttu á toppnum í vetur

KA bikarmeistari U16 drengja - stelpurnar í úrslit

Bikarmót U16 ára í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina og mættu fjölmargir krakkar norður til að leika listir sínar. KA sendi þrjú lið til leiks, tvö í stúlknaflokki og eitt í drengjaflokki, og má með sanni segja að okkar iðkendur hafi staðið sig frábærlega