Bikarmót 2. og 3. flokkur

KA 3. kvenna
KA 3. kvenna

Helgina 30.-31. janúar sl. hélt KA bikarmót fyrir 2. og 3. flokk karla og kvenna í blaki. 18 lið mættu til leiks frá höfuðborgarsvæðinu, Ísafirði og Neskaupstað. KA átti eitt lið í 3. flokki stúlkna og eitt í 2. flokki drengja á mótinu. 3. flokks stúlkurnar okkar enduðu í 5. sæti af 8 liðum á mótinu þar sem Þróttur Nes sigraði. KA strákar í 2. flokki háðu harða baráttu við HK í tvöfaldri umferð þar sem HK hafði betur. Í 3. flokki drengja sigruðu einnig HK menn og í 2. flokki stúlkna sigruðu HK stúlkur. Gestir mótsins gistu í Lundarskóla um helgina og fór mótið vel fram í alla staði og gaman var að fylgjast með þessum bráðefnilegu ungmennum. Blakdeild KA þakkar öllum sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf við mótshaldið.