Fréttir

KA Íslands- og Bikarmeistari í blaki 1991

KA hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í blaki karla árið 1989 en gerði svo gott betur árið 1991 þegar liðið varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Mikil bikarhefð hefur ríkt hjá KA í kjölfarið en karlalið KA hefur alls orðið níu sinnum Bikarmeistari í blaki karla

Blaklið KA tryggði fyrsta Íslandsmeistaratitilinn

KA varð Íslandsmeistari í blaki karla í fyrsta skiptið árið 1989 og var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í meistaraflokki í liðsíþrótt. Knattspyrnulið KA fylgdi svo eftir um sumarið með sínum fræga titli en KA hefur í dag orðið sex sinnum Íslandsmeistari í blaki karla

KA Deildarmeistari í blaki kvenna 2020

Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins sendu í dag frá sér að keppni í Mizunodeildum karla- og kvenna í blaki sé aflýst. Lokastaða mótanna verður staðan sem var mánudaginn 16. mars og ljóst að KA er því Deildarmeistari í blaki kvenna tímabilið 2019-2020

Bikarúrslitaleikir blakliða KA frá því í fyrra

Á meðan samkomubannið er í gildi munum við rifja upp nokkur góð augnablik úr sögu KA. Þið þurfið því ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki alvöru KA skammt á næstunni! Við hefjum leik á því að rifja upp bikarúrslitaleiki karla og kvenna í blaki frá því í fyrra

KA tekur á móti Þrótti R. á laugardaginn

Baráttan heldur áfram í Mizunodeild kvenna í blaki um helgina þegar KA tekur á móti Þrótti Reykjavík klukkan 15:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar og þurfa á sigri að halda til að færast skrefi nær Deildarmeistaratitlinum