01.12.2018
Það voru tveir hörkuleikir í Mizunodeildum karla og kvenna í blakinu í dag þegar KA sótti HK heim. Karlalið KA sem var ósigrað fyrir leikinn þurfti að játa sig sigrað í oddahrinu en kvennalið KA gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta liðið til að leggja HK að velli
01.12.2018
Það er alvöru verkefni sem er framundan hjá blakliðum KA í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA sækja HK heim í Fagralund í Kópavogi. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:00 og stelpurnar taka svo við í kjölfarið klukkan 15:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja okkar lið
29.11.2018
KA sótti lið Völsungs heim í Mizunodeild kvenna í blaki í gærkvöldi en liðin mættust nýverið í KA-Heimilinu þar sem KA fór með 3-0 sigur af hólmi. Það var þó ljóst að verkefni kvöldsins yrði ekki auðvelt en í lið KA vantaði þær Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Birnu Baldursdóttur sem leika stórt hlutverk í liðinu
24.11.2018
Það verður sannkölluð blakveisla í KA heimilinu í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA taka á móti Þrótti frá Neskaupstað. KA liðin hafa farið vel af stað og hafa unnið alla sína leiki til þessa. KA liðin fengu góðan liðstyrk fyrir þessa leiktíð frá Þrótti Nes þannig að búast má við áhugaverðum leikjum fyrir vikið
21.11.2018
Það er engin smá blakveisla framundan um helgina þegar bæði karla- og kvennalið KA taka á móti Þrótti Neskaupstað. Karlarnir mætast bæði á laugardag og sunnudag klukkan 13:00 en konurnar leika á laugardeginum klukkan 15:00
14.11.2018
Það virðist fátt geta stöðvað kvennalið KA í blaki um þessar mundir en í kvöld lagði liðið Völsung að velli 3-0 í nágrannaslag í KA-Heimilinu. Það var fín mæting á leikinn og það náðist flott stemning á köflum enda var leikurinn hin ágætasta skemmtun og flott blak sem liðin buðu uppá
14.11.2018
Kvennalið KA hefur farið frábærlega af stað í Mizunodeildinni í blaki og er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki vetrarins. Í kvöld tekur liðið á móti Völsung í sannkölluðum nágrannaslag en leikurinn hefst klukkan 20:00 í KA-Heimilinu
11.11.2018
Afturelding tók á móti KA öðru sinni um helgina í Mizunodeild karla í blaki í dag. KA vann sannfærandi 0-3 sigur í gær og var ljóst að heimamenn ætluðu sér að gefa KA liðinu meiri mótstöðu í dag enda Afturelding með vel mannað lið