Fréttir

Annað strandblaksmót BLÍ hefst á Akureyri í dag

Annað stigamót BLÍ verður haldið á strandblakvellinum við KA heimilið á Akureyri í dag. Mótið er í höndum KA manna. Keppt er í tveggja manna liðum með hefðbundnum strandblakreglum. Alls hafa 9 lið skráð sig til þátttöku. Við hetjum fólk til að líta við á KA vellinum í dag og fylgjast með spennandi keppni.