30.01.2007
KA menn léku tvo leiki við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunar á Íslandsmótinu um helgina. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan hafði betur í báðum leikjunum 3-1.
04.12.2006
S byrjaði reyndar betur í leiknum á föstudaginn og náði forystunni í upphafi leiks en með talsverðri seiglu sigldi KA fram úr og vann fyrstu hrinuna 25-23. Um miðja aðra hrinuna kom gamla kempan Hjörtur Halldórsson inn á í liði KA og eftir það átti ÍS enga möguleika og lauk hrinunni 25-14.
30.11.2006
Annar flokkur karla kom skemmtilega á óvart þegar þeir sigruðu 2. fl. HK á sunnudaginn var. Liðið ekki leikið saman áður og lék Sigurbjörn Friðgeirsson sinn fyrsta leik með KA sem uppspilari og stóð sig mjög vel.
28.11.2006
Kvennaliðið átti erfitt uppdráttar í fyrri leik liðanna um helgina. Liðið náði aldrei að komast í takt við leikinn og tapaði honum örugglega 3-0. Í seinni leiknum sýndi liðið góða takta en hafði ekki reynsluna til að landa sigri í hrynum. Þó er greinilegt að liðið hefur tekið miklum framförum frá því að hinn pólski, Marek Bernat tók við liðinu. Besti leikmaður KA í leiknum var Natalia Gomzina ásamt uppspilaranum Unu Heimisdóttur. Kolbrún Jónasdóttir sýndi líka oft góð tilþrif. Stigahæsti leikmaður KA-liðsins í báðum leikjunum var Natalia Gomzina. Kvennaliðið leikur næst í deildinni eftir áramótin.
22.11.2006
Yngriflokkamót BLÍ fór fram um helgina í Mosfellsbæ en HK var framkvæmdaraðili mótsins. KA sendi 7 lið á mótið og var árangurinn ágætur í mörgum flokkum. Bestum árangri náði 5. fl. b-liða en liðið varð í öðru sæti af tíu liðum - tapaði einungis einum leik.
07.11.2006
Karlalið KA sigraði Þróttara tvívegis í 1. deild karla um helgina. Með sigrunum lyftir KA sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki.
07.11.2006
KA stúlkur biðu lægri hlut gegn sterku liði Þróttar R á Akureyri um helgina og lauk báðum leikjunum með öruggum 0-3 sigri Þróttara.
07.11.2006
Davíð Búi Halldórsson er stigahæstur í 1. deild karla eftir fjóra leiki með 71 stig. Hilmar Sigurjónsson og Filip Szewczyk eru einnig á lista yfir þá 10 stigahæstu.
25.10.2006
KA stúlkur léku tvo leiki við Þrótt í Neskaupsstað um liðna helgi. Skemmst er frá því að segja að hið unga lið KA átti aldrei möguleika í öfluga Þróttara og töpuðu báðum leikjunum 3-0.
16.10.2006
KA tapaði tvívegis fyrir Stjörnunni í Garðabænum um helgina. Þetta voru fyrstu leikir íslandsmóts karla á tímabilinu.