Öruggt gegn Stúdentum
04.12.2006
S byrjaði reyndar betur í leiknum á föstudaginn og náði forystunni í upphafi leiks en með talsverðri seiglu sigldi KA fram úr og vann fyrstu hrinuna 25-23. Um miðja aðra hrinuna kom gamla kempan Hjörtur Halldórsson inn á í liði KA og eftir það átti ÍS enga möguleika og lauk hrinunni 25-14.