Við erum með facebookhóp þar sem fréttir úr starfinu o.fl. koma inn. Hvetjum foreldra til að fara í hópinn til að fylgjast með því góða starfi sem er unnið í fótboltanum í KA.
Facebookhópurinn: KA - Yngri flokkar knattspyrna
Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir Sportabler til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma og fá upplýsingar um mót og leiki. Ef einhverjar spurningar eru varðandi yngriflokkastarfið er hægt að hafa samband við Andra Frey yfirþjálfara 5.-8. fl andrifreyr@ka.is og Alla yfirþjálfara 2.-4. fl alli@ka.
Athugið að helgaræfingar geta tekið breytingum vegna annarrar notkunar á Boganum. Það er því mikilvægt að flygjast vel með á Abler eða vera í samskiptum við starfsmenn/þjálfara KA ef vafi leikur á um æfingatíma.
Smelltu á töfluna til að sjá hana stærri
Æfingagjöld o.fl.
Systkinaafsláttur er 10% eða millideildaafsláttur hjá KA er 10%. Afsláttur er ekki veittur af fyrsta gjaldi. Kerfið sér um að reikna afsláttinn eins og við á.
Smellið á https://sportabler.com/shop/KA til að fara á skráningarsíðu KA.
Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið einhverjar fyrirspurnir um skráningar hafið þá samband við Arnar Gauta Finnsson, gauti@ka.is eða í síma 462-3482 kl. 9-15 á virkum dögum.