Fréttir

Happdrætti blakdeildar KA - 95 vinningar!

Blakdeild KA stendur fyrir glæsilegu happdrætti þessa dagana. Alls eru 95 vinningar í pottinum og ljóst að líkur á vinning eru ansi miklar! Heildarverðmæti vinninga eru samtals 1.320.433 krónur sem er einnig ansi veglegt

"Vonumst til að sjá ykkur sem flest um helgina"

Blakveisla vetrarins hefst um helgina með þremur heimaleikjum en á laugardaginn tekur karlalið KA móti Vestra kl. 15:00 og stelpurnar okkar mæta svo Álftanesi kl. 17:30. Á sunnudeginum taka strákarnir loks á móti Íslandsmeisturum Hamars klukkan 14:00

Stelpurnar eru klárar fyrir veturinn!

Blakveislan hefst með látum á morgun, laugardag, þegar stelpurnar okkar mæta Aftureldingu í keppni Meistara Meistaranna kl. 16:00 að Varmá. Stelpurnar okkar eru heldur betur klárar í slaginn og tókum við púlsinn á þeim Amelíu Ýr og Lovísu Rut fyrir fyrsta leik tímabilsins