Fréttir

Góður árangur hjá IBA í blakinu á landsmóti UMFÍ

Bæði karla og kvennalið IBA stóðu sig með ágætum á landsmóti UMFÍ sem fór fram á Akureyri um helgina.  Kvennaliðið tók silfrið og karlaliðið bronsið.  Blakliðin náðu í 170 stig fyrir ÍBA en ÍBA vann stigakeppnina með glæsibrag með 1819 stig. Blakið var í 3. sæti af einstökum íþróttagreinum innan ÍBA á eftir sundinu og golfinu frábær árangur það.