Fréttir

Stelpurnar geta orðið Íslandsmeistarar, frítt inn!

KA tekur á móti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á þriðjudaginn klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Stelpurnar hafa unnið fyrstu tvo leikina og verða því Íslandsmeistarar með sigri í leiknum

4 fulltrúar KA í úrvalsliði kvenna

KA á alls fjóra fulltrúa í úrvalsliði efstudeildar í blaki kvenna sem Blaksamband Íslands gaf út á dögunum. Alls eru þrír leikmenn úr okkar röðum í liðunu auk þess sem að Mateo Castrillo er þjálfari liðsins

KA einum sigri frá þrennunni!

KA vann í kvöld 0-3 útisigur á Aftureldingu í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Stelpurnar unnu einnig 3-0 sigur í fyrsta leiknum sem fram fór í KA-Heimilinu á dögunum og geta því hampað titlinum með sigri í næsta leik

Sannfærandi sigur KA í fyrsta leik

KA og Afturelding mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í vetur og barist um alla titla tímabilsins. Það var því mikil eftirvænting fyrir fyrsta leik liðanna í gær

Öldungur 2023 í umsjá KA og Völsungs

KA og Völsungur munu halda Öldung árið 2023 en Öldungur er stærsta öldungablakmót landsins. Gríðarleg gróska er í blaki öldunga á Íslandi og mikill fjöldi einstaklinga sem sækir þetta stóra mót ár hvert

Myndaveislur er bikarinn fór á loft

KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna á sunnudaginn en stelpurnar hafa verið algjörlega magnaðar í vetur. Þær unnu alla leiki sína í deildinni fyrir utan einn og eru því verðskuldaðir Deildarmeistarar auk þess sem að þær urðu Bikarmeistarar helgina áður

KA Deildarmeistari í blaki kvenna

KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna í dag eftir sannfærandi 3-0 sigur á HK í lokaumferð deildarinnar. Titillinn var í höfn fyrir leik en stelpurnar sem hafa verið magnaðar í vetur keyrðu áfram á fullri ferð og fóru með afar sanngjarnan sigur af hólmi

Bikarinn á loft og mikilvægir leikir strákanna

Úrvalsdeildum karla- og kvenna í blaki lýkur um helgina en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleiki. Stelpurnar okkar sem urðu Bikarmeistarar á dögunum eru einnig orðnar Deildarmeistarar og munu lyfta bikarnum í leikslok á sunnudaginn er þær taka á móti HK

KA Kjörísbikarmeistari kvenna 2022!

KA er Bikarmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan sigur á Aftureldingu í ótrúlegum úrslitaleik. KA og Afturelding hafa verið langbestu lið vetrarins, hafa unnið alla sína leiki gegn öðrum liðum landsins og því um algjöran draumaúrslitaleik að ræða