Hópar

Samskipti í gegnum Sportabler
Öll samskipti við iðkanda/foreldra/forráðarm. eiga að fara fram á Sportabler. Allir iðkendur ættu að vera skráðir ef ekki, vinsamlegast hafið samband fimleikar@ka.is
ATH. Síminn hjá okkur er bilaður og því best að senda tölvupóst til að ná sambandi við skrifstofu.

 

Krílahópar (S-hópar)

Krílahópar er fimleikamiðaður íþróttaskóli þar sem börnin mæta með foreldrum sínum til æfinga. Foreldrar aðstoða börnin ásamt þjálfurum að fara í gegnum upphitun og síðan þrautabrautir um salinn sem hafa verið sérstaklega settar upp fyrir þau.

  • S1-S3 ( 2022-2020) æfa 45 mín í senn
  • S4 (2019) æfa í 60 mín í senn.

Lögð er áhersla á leik, hreyfiþjálfun, jákvæða upplifun barnanna og samverustund með foreldrum. Börnin læra að upplifa umhverfið í salnum, læra á líkama sinn og fá útrás fyrir hreyfiþörfina.

Í hverjum hópi er takmarkaður fjöldi, ef hóparnir fyllast þarf að skrá barnið á biðlista. Ef óskað er eftir að komast að í þessa tíma eftir að önn er hafin hjá okkur, þá þarf að senda póst á skrifstofustjóra Fimleikadeildar KA á fimleikar@ka.is

Yfirþjálfari krílahópanna er Ármann Ketilsson. Hann sér um námskeiðin ásamt aðstoðarþjálfurum.

Æfingagjöldin er hægt að skoða hér

 

Grunnhópar (G-hópar)

Fimleikadeild KA býður upp á grunnhópa í fimleikum þar sem farið er yfir grunnatriði í fimleikum. Iðkendur/börnin fá bæði að kynnast áhaldafimleikum og hópfimleikum. Eftir 1-2 ár í grunnhópunum færa þau sig annaðhvort upp í áhaldafimleika eða hópfimleika.

  • G1 kvk(7 ára ): Æfingar
  • G2a kvk (6 ára): Æfingar á mánudögum og föstudögum frá 15:00-16:00
  • G2b kvk(6 ára): Æfingar á mánudögum og föstudögum frá 16:00-17:00
    • Yfirþjálfari hópanna er Matthea Sigurðardóttir
  • G3 kk (6 og 7 ára): Æfingar á mánudögum og miðvikudögum kl 14:00 - 15:00
    • Yfirþjálfari hópsins er Amir Daniari

Markmið

  • Læra umferðareglur salarins
  • Kynnast æfingahringjum
  • Fara eftir munnlegum og sýnilegum fyrirmælum þjálfara
  • Öðlast góða samhæfingu, styrk og jafnvægi
  • Auka líkamsmeðvitund
  • Kunna helstu heiti grunnæfinga og þekkja heiti áhalda
  • Fara í gegnum helstu líkamstöður og grunnæfingar

Æfingagjöldin er hægt að skoða hér

Áhaldafimleikar kvenna ( Á-hópar)

Áhaldafimleikar kvenna er einstaklingsíþrótt. Íþróttin er mjög krefjandi og þar þurfa einstaklingar að tengja hugar og líkamsvitund til að geta byggt upp og sett saman flókar æfingar. Keppt er á fjórum mismunandi áhöldum 1) Jafnvægislá 2) Tvíslá 3) Stökk & 4) Gólfæfingar.

Til að iðkendur njóti sín sem best og fái sem mest út úr æfingum er mikilvægt að þeir séu í hópum með öðrum iðkendum á sama getustigi. Þegar svo er getur þjálfari skipulagt æfingar þannig að þær henti öllum iðkendum sem best og æfingarnar verða þar með bæði ánægjulegri og árangursríkari en ella. Hjá Fimleikadeild KA er notast við stöðumat sem metur styrk, liðleika, hraða, þrek og getu í ákveðnum æfingum til að raða í hópa. Einnig er stuðst við íslenska fimleikastigann sem gefinn er út af Fimleikasambandi Íslands.

Við hópaskiptingu er ekki tekið tillit til búsetu, vináttu og/eða fjölskyldutengsla iðkenda eða annara atriða óháðum fimleikum nema iðkendur flokkist á sama getustigi skv. ofangreindu mati.

(1. -3.þrep)



(4. - 5.þrep)


Á4 - Fimleikaföt að eigin vali.

Á5 - Fimleikaföt að eigin vali.

Á6 - Fimleikaföt að eigin vali.

Hægt er að sjá æfingagjöldin hér

 

Áhaldafimleikar karla (Á/kk-hópar)

Áhaldafimleikar karla er einstaklingsíþrótt þar sem einstaklingurinn þarf að tileinka sér sjálfstæði og aga í vinnubrögðum sínum til að ná árangri.
Íþróttin er líkamlega mjög krefjandi. Nákvæmni og einbeiting er meðal lykilþátta við iðkun fimleika þar sem æfingar eru framkvæmdar við krefjandi aðstæður. Í áhaldafimleikum karla er keppt á 6 mismunandi áhöldum, gólfi, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá og svifrá.

Iðkendur Fim.ka (áhalda kk) eru fáir. Þ.a.l. eru þeir saman á æfingum en mismarga daga og klukkustundir á dag. Þjálfari skipuleggur því æfingar þannig að þær henti öllum iðkendum sem best og æfingarnar verða þar með bæði ánægjulegri og árangursríkar fyrir alla iðkendur. Hjá Fimleikadeild KA er notast við stöðumat sem metur styrk, liðleika, hraða, þrek og getu í ákveðnum æfingum til að raða í hópa. Einnig er stuðst við íslenska fimleikastigann sem gefinn er út af Fimleikasambandi Íslands.

Við hópaskiptingu er ekki tekið tillit til búsetu, vináttu og/eða fjölskyldutengsla iðkenda eða annara atriða óháðum fimleikum nema iðkendur flokkist á sama getustigi skv. ofangreindu mati.

Við viljum benda iðkendum/foreldrum/forráðamönnum að keppnibolir/gallar deildarinnar eru sérpantaðir. Skrifstofa sér um pantanir í samráði vð þjálfara. Keppnisbolir fyrir 5. og 4. þrep eru til inn á skrifstofu Fim.KA (ekki allar stærðir). fimleikar@ka.is

Meistaraflokkur kk -
Á1kk - 3. 2. og 1. þrep Keppnisbolur (sérpöntun). Dökkbláar fimleikabuxur og dökkbláar stuttbuxur.
Á2kk - 5. og 4.þrep Keppnisbolur (sérpöntun). Bláar fimleikabuxur og bláar stuttubuxur.
Á3kk - 7-8 ára
Æfingagjöldin er hægt að sjá hér

 

Hópfimleikar (H-hópar)

Hópfimleikar eru hópíþrótt sem samanstendur af 8-12/15 manna liði (14 í yngri flokkum). Liðin eru samsett á þrjá vegu, kvennalið, karlalið eða blandað lið (jafnt af hvoru kyni í liðinu). Íþróttin er samblanda af líkamlega krefjandi æfingum og sterkri liðsheild, tveimum þáttum sem eru lykillinn að góðum árangri. Tenging hugar og líkamsvitundar þarf að vera sterk til að einstaklingurinn geti byggt upp og sett saman flóknar æfingar sem framkvæmdar eru á nokkrum sekúndum.
Keppt er á þremur mismunandi áhöldum

Trampólín: Á trampólíni gerir hvert lið þrjár umferðir og þarf ein af þeim að vera með stökki yfir hest. Hér reynir á snerpu, styrk og samhæfingu fimleikamannsins, er hann þarf að ná hraða úr tilhlaupi sínu til að ná sem mestum sprengikrafti úr trampólíninu og inn í fimleikastökkið. Í loftinu framkvæmir fimleikamaðurinn svo mismunandi útfærslur af heljarstökkum með skrúfum sem stigmagnast eftir því sem færni fimleikamannsins eykst.

Dýnustökk: Á dýnustökki líkt og trampólíninu gerir hvert lið þrjár umferðir en fimleikamennirnir þurfa að framkvæma bæði stökk fram á við og aftur á bak. Hver umferð saman stendur af tengingu nokkurra fimleikaæfinga sem verða flóknari með aukinni færni fimleikamannsins. Samhæfing, sprengikraftur og styrkur eru lykilþættir í árangri í dýnustökkum.

Gólfæfingar: Oft er talað um að gólfæfingar séu ákveðið mótvægi á móti kraftinum og styrknum sem hin tvö áhöldin krefjast af fimleikamanninum. Mjúkar hreyfingar, fallegar línur, liðleiki, jafnvægi og hopp einkenna gólfæfingarnar þar sem allir liðsmenn framkvæma æfingarnar í takt líkt og í raun aðeins einn maður væri úti á gólfinu. Liðið þarf að færast um gólfflötinn og mynda mismunandi mynstur á meðan það framkvæmir æfinguna sem krefst mikillar samvinnu allra fimleikamannanna.

Hópaskipting í hópfimleikum er meira í anda þess sem fólk þekkir úr boltagreinum. Skipt er í flokka eftir aldri, áherslur í æfingum fara eftir aldri og getu iðkenda. Flokkarnir eru frá 5.flokki upp í 1.flokk, erfiðleikakröfurnar aukast eftir því sem líður á. Þeir sem lengra eru komnir keppa eftir alþjóðlegum TeamGym reglum. Þeir iðkendur sem eru komnir skemmra á veg keppa eftir sömu reglum með undanþágum. Við hópaskiptingu er ekki tekið tillit til vináttu og/eða fjölskyldutengsla iðkenda eða annara atriða óháðum fimleikum nema iðkendur flokkist á sama getustigi skv. ofangreindu mati.

Allar pantanir á keppnisfötum munu frá vorönn 2024 vera gerðar í samráði við skrifstofu/þjálfara (mátunardagar).

Meistaraflokkur - Keppnisgalli- sérpöntun

H1 - Keppnisgalli - sérpöntun


H2-2011 - 2010 árg - Keppnisgalli -sérpöntun
H3 - 2013 - 2012 árg - Keppnisgalli - sérpöntun
H4 - 2015 - 2014 árg - Keppnisbolur og GK-leggings

H5 - 2016 Keppnisbolur - sérpöntun og GK-leggings


Hægt er að sjá æfingagjöldin/ verðskránna hér