31.01.2023
KA á þrjá fulltrúa í úrvalsliðum fyrri hluta úrvalsdeilda karla og kvenna í blaki en þetta eru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldvinsson og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Öll hafa þau farið hamförum það sem af er vetri og ansi vel að heiðrinum komin
30.01.2023
Þeir Oscar Fernández Celis og Zdravko Kamenov leikmenn KA í blaki gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í strandblaksmótinu Kóngur Vallarins á Reykjavík International Games eða RIG
18.01.2023
Blakið fer heldur betur aftur af stað með krafti en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleik á laugardaginn í toppbaráttu efstu deildanna. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 12:00 þegar topplið Hamars mætir norður en Hamarsmenn eru ósigraðir í deildinni til þessa
12.01.2023
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var í dag kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2022. Lovísa leikur lykilhlutverk í meistaraflokksliði KA í blaki en stelpurnar eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar auk þess að vera Meistarar Meistaranna