Fréttir

Meistarafl. karla

Mark Bernat hinn nýi þjálfari okkar KA manna er væntanlegur til Akureyrar 5. september. Svo heppilega vildi til að Marek og fjölskylda hans gátu tekið flug beint frá Varsjá í Póllandi. Marek kemur því passlega til að taka við þjálfun yngriflokkanna en þeir hefja æfingar 7. september. Marek kemur til Akureyrar með 5 manna fjölskyldu sína. Konu og þrjú ung börn á aldrinum þriggja til sjö ára.

Nýr yfirþjálfari

Pólverjinn Marek Bernat hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá Blakdeild KA og er hann væntanlegur til landsins í byrjun september. Gerður hefur verið tveggja ára samningur við Marek sem er 46 ára gamall og mun hann flytja til landsins ásamt fjölskyldu sinni, konu og þremur börnum. Auk þess að þjálfa meistaraflokka karla og kvenna mun Marek þjálfa hluta yngri flokka félagsins