Fréttir

Mikasadeildin: KA - Stjarnan

Stjarnan heimsótti KA í gær og var bæði leikið í karla- og kvennaflokki í Mikasadeildinni. KA-menn sigruðu í karlaflokki 3-1 í miklum baráttuleik. KA-menn voru seinir í gang í fyrstu hrinunni og töpuðu henni naumlega 26-28. Þeir tóku svo næstu þrjár 25-21, 25-22 og 26-24.