Fréttir

U19 í blaki

Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki hafa nú valið í liðin sem halda til Kristiansand í Noregi í 15. nóvember n.k. til þátttöku í Norðurlandamóti. Tólf stúlkur og tólf drengir eru í liðunum og þar af á Blakdeild KA 9 fulltrúa – 5 drengi og 4 stúlkur. Þjálfarar liðanna eru Filip Szewczyk sem er með drengjaliðið og Emil Gunnarsson sem er með stúlkurnar. Þess má geta að Filip er þjálfari hjá KA.