28.09.2009
Haustmót BLÍ var haldið um helgina í Fagralundi í Kópavogi hjá HK. Mótið var hið glæsilegasta og var spilað í tveimur
deildum í kvennaflokki og einni deild í karlaflokki. Alls tóku 26 lið þátt í mótinu. Karlalið KA gerði sér
lítið fyrir og vann karladeild mótsins. Kvennalið KA hafnaði í 3 sæti í 2. deild mótsins.
08.09.2009
Blakdeild KA og Ungmennafélag Akureyrar (UFA) hafa ákveðið að halda áfram samstarfi sínu um rekstur íþróttaskóla fyrir yngstu
aldurhópana en félögin starfræktu samskonar skóla í fyrravetur með góðum árangri og
aðsókn.Íþróttaskólinn er fyrir krakka í 1. – 3. bekk grunnskóla og verða æfingar í íþróttahúsinu
við Laugagötu mánudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og í Íþróttahöllinni á sunnudögum frá 11-12. Æfingar hefjast
fimmtudaginn 10. september.
02.09.2009
Æfingar yngriflokkanna í blakinu byrjuðu síðastliðinn fimmtudag 3. september hjá öllum NEMA 6. fl. (1.-3.
bekkur) íþróttaskólanum en æfingar íþróttaskólans byrja nú í vikunni fimmtudaginn 10. september. Blakdeild KA
og UFA ætla að halda áfram vel heppnuðu samstarfi um rekstur íþróttaskóla í vetur en félögin buðu einnig upp á
íþróttaskóla í fyrra. Megin íþróttagreinar skólans verða blak og frjálsar íþróttir en mikil
áhersla verður á ýmsa leiki, þrautir og hreifiþjálfun í skólanum.
Æfingatöfluna má vinna hér undir "Lesa meira"