Fréttir

KA vann sigur á haustmóti BLÍ um helgina

Haustmót BLÍ var haldið um helgina í Fagralundi í Kópavogi hjá HK. Mótið var hið glæsilegasta og var spilað í tveimur deildum í kvennaflokki og einni deild í karlaflokki. Alls tóku 26 lið þátt í mótinu.  Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og vann karladeild mótsins.  Kvennalið KA hafnaði í 3 sæti í 2. deild mótsins.

Íþróttaskóli Blakdeildar KA og UFA starfræktur áfram

Blakdeild KA og Ungmennafélag Akureyrar (UFA) hafa ákveðið að halda áfram samstarfi sínu um rekstur íþróttaskóla fyrir yngstu aldurhópana en félögin starfræktu samskonar skóla í fyrravetur með góðum árangri og aðsókn.Íþróttaskólinn er fyrir krakka í 1. – 3. bekk grunnskóla og verða æfingar í íþróttahúsinu við Laugagötu mánudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og í Íþróttahöllinni á sunnudögum frá 11-12.  Æfingar hefjast fimmtudaginn 10. september.

Æfingar yngriflokka í blakinu eru hafnar nema hjá Íþróttaskólanum

Æfingar yngriflokkanna í blakinu byrjuðu síðastliðinn fimmtudag 3. september hjá öllum NEMA 6. fl. (1.-3. bekkur) íþróttaskólanum en æfingar íþróttaskólans byrja nú í vikunni fimmtudaginn 10. september. Blakdeild KA og UFA ætla að halda áfram vel heppnuðu samstarfi um rekstur íþróttaskóla í vetur en félögin buðu einnig upp á íþróttaskóla í fyrra. Megin íþróttagreinar skólans verða blak og frjálsar íþróttir en mikil áhersla verður á ýmsa leiki, þrautir og hreifiþjálfun í skólanum. Æfingatöfluna má vinna hér undir "Lesa meira"