KA bikarmeistari í 2. og 3. fl.
23.01.2012
Bikarmóti BLÍ í 2. og 3. flokki beggja kynja lauk á Akureyri sunnudaginn 22. janúar. Liðin í 2. fl. kk
drógu sig úr keppni og því voru engir bikarmeistarar krýndir í þeim flokki þetta árið. Mótið tókst í alla
staði vel og voru leikmenn og þjálfarar/fararstjórar sjálfum sér og íþróttafélögum sínum til mikils sóma. KA var
bikarmeistari í öllum flokkum þ.e. 2. og 3. fl. kvk og 3. fl. kk.