Fréttir

KA menn röðuðu inn verðlaunum á lokahófi BLÍ

Það er greinilegt að KA menn eiga öflugt lið í blakinu þessa dagana. Alla vega fóru þeir hlaðnir verðlaunum af lokahófi Blaksambandsins sem fram fór á laugardagskvöldið var.

Stjarnan vann KA í síðasta deildarleiknum

tjarnan - KA 3-0 (25-20, 25-18, 25-18) Þar sem leikurinn hafði enga sérstaka þýðingu fyrir KA menn ákvað Marek Bernat þjálfari liðsins að gefa yngri leikmönnum þess færi á að spila í leiknum og léku KA menn án Piotr Kempesty og Davíðs Búa Halldórssonar. Ungu strákarnir stóðu sig með prýði og stóðu töluvert í meisturunum í öllum hrinunum.

KA vann Stjörnuna 3-2 og tryggði sér silfurverðlaunin

KA menn tryggðu sér silfurverðlaunin í deildarkeppninni í blaki í gær með 3-2 sigri gegn Ísland- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leikurinn í Ásgarði í kvöld bar þess merki að í liðin vantaði lykilleikmenn.

31 hrina

Um helgina lauk ótrúlegri sigurgöngu KA-liðsins En um liðna helgi töpuðu KA-menn sinni fyrstu hrinu gegn ÍS í undanúrslitum Brosbikarsins þar sem þeir töpuðu gegn ÍS 25-18 en þar á undan höfðu KA menn ekki tapað hrinu síðan þann 17. nóvember þegar þeir töpuðu 3-0 gegn Þrótti R. Sigurgangan hófst síðan þann 7. desember og endaði 15. mars og stóð því yfir í 100 daga.

Stjarnan varð bikarmeistari

KA spilaði úrslitaleikinn í Bros-bikarnum í dag gegn Stjörnunni. Leikurinn var jafn og spennandi en Stjarnan vann 3-1. KA-ÍS 3-2 (21-25,30-28,25-20,25-16). Í gær spilaði KA í undanúrslitum og vann þá ÍS 3-2 25-18,20-25,18-25,25-19,15-7)í leik sem lauk ekki fyrr kl: 22:00 í um kvöldið. Það er ljóst að þessi erfiði 5 hrinu leikur sat í KA mönnum í dag en þreytu fór að gæta hjá þeim þegar leið á leikinn.

KA í kröppum dansi gegn ÍS í bikarnum

KA - ÍS 3-2 (25-18) (20-25) (18-25) (25-19) (15-7)  KA lenti í kröppum dansi gegn ÍS í fjögurra liða úrslitum bikarsins í kvöld. KA hefur þegar unnið alla 4 viðureignir liðanna í vetur og einungis tapað einni hrinu gegn þeim. En það sannaðist í kvöld að Íslandsmót og bikarkeppni er tvennt ólíkt.

Bikarúrslit um helgina - KA-ÍS í undanúrslitnum

Bikarúrslitin karla og kvenna fara fram um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á laugardag vera fjögurra liða úrslit og þar spila KA og ÍS kl 18:30.  Miðað við leiki vetrarins á KA góða möguleika gegn ÍS en ekki skyldi samt vanmeta ÍS liðið en þar eru margir reynsluboltar innanborðs.  Takist KA að vinna fer liðið í úrslitaleikinn sem spilaður verður strax daginn eftir á sunnudeginum kl. 16:00.

Sorgleg afstaða RÚV

Þá liggur það fyrir að Rúv mun ekki sýna bikarúrslitaleikina. Í staðinn ætla þeir að sýna æfingaleik í fótbolta milli Íslands og Færeyinga. Sorgleg niðurstaða að fórna hápunkti blakvertíðarinnar fyrir æfingaleik í innanhússfótabolta og lýsir vel skilningarleysi ráðmanna RÚV á virði íþrótta í landinu og því uppeldisstarfi sem þar er unnið. Er furða þó fjöldi sérsambanda hyggi á stofnun sjóvarpsstöðvar.

Fyrsti sigurinn í síðasta leiknum hjá kvennaliði KA

Þar kom að því þær brutu ísinn KA stelpurnar en kvennalið KA vann sinn fyrsta sigur í gær er þær löggðu lið Rima frá Dalvík 2-0 (25-18) og (25-23). Liðið eru búið að vinna nokkrar hrinur í vetur og en alltaf hefur vantað herslumuninn að landa sigrinum - þar til í gær.  Sigurinn var nokkuð öruggur þó Rimakonur hafi bitið frá sér í lok annarrar hrinu.

Íþróttafréttir í dagblöðum - BS ritgerð - Anna Guðrún Steinarsdóttir

Hér að neðan er vísun í mjög áhugaverða ritgerð um íþróttafréttir í dagblöðum sem Anna Guðrún Steinarsdóttir vann sem BS ritgerð í Kennaraháskóla Íslands og gaf út í apríl 2007. Ritgerðin er mjög áhugaverð en þar kemur skýrt fram hversu gríðarlegt misvægi milli íþrótta er í umfjöllun dagblaðanna Morgunblaðsins og Fréttablaðsins þar sem fjórar íþróttagreinar: knattspyrna (53%), handknattleikur (27%), Körfuknattleikur (8%), og golf (5%) eru samanlagt með 93% af íþróttaumfjöllun blaðanna. Aðrar greinar eru allar um og undir 1% í umfjöllun blaðanna og blakið er með aðeins 0,29% umfjöllun.