Kvennalið KA tapaði 2-0 fyrir Skautafélaginu

F.v. Sesselja, Guðrún, Fanný, Mónika, Harpa og Una
F.v. Sesselja, Guðrún, Fanný, Mónika, Harpa og Una

Kvennalið KA og Skauptafélag Akureyrar áttust við í 2. deild kvenna í KA heimilinu gærkveldi. Lið Skautafélagsins vann öruggan sigur 2-0 (25-8) (25-14).

Í fyrstu hringunni virkaði hið unga lið KA stressað á vellinum og stelpurnar náðu ekki upp baráttu. Smöss og uppgjafir voru máttleysisleg og af hálfum hug og árangurinn eftir því. Skauptakonur spiluðu af öryggi og unnu örugglega 25-8. Önnur hrinan var mun líflegri og nú fóru KA stelpur að ná meiri hreyfingu á vellinum, mótaka batnaði og þær fóru að sækja af meiri krafti. Þó var eins og þær leggðu ekki allan sinn kraft í sóknina og greinilegt að það býr mun meira í liðinu en þær sýndu. Liðið þarf ennþá meiri leikreynslu og meira sjálfsstrausti til að ná árangri. Þó hefur liðið tekið miklum framförum frá í haust og þessar stelpur eru til alls líklegar næstu árin. Lið Skautafélagins er að mestu skipað konum í öldungaflokki sem hafa spilað lengi og gerðu þær lítið af mistökum og klárðu aðra hrinuna 25-14.

Bestar KA leikmanna voru systurnar Auður og Guðrún Jónsdætur og Una Heimisdóttir. Einnig áttu Sesselja Fanneyjardóttir og Fanný Hartardóttir ágæta spretti.

Myndir frá leiknum