21.12.2018
Blakdeild KA stóð fyrir hóppöntun á glæsilegum KA kaffikönnum nú á dögunum og eru þær mættar í KA-Heimilið. Þeir sem pöntuðu könnur geta nálgast þær til klukkan 18:00 í dag og á milli 9:00 og 15:00 á morgun, laugardag. Við hvetjum ykkur eindregið til að sækja þær sem fyrst svo hægt verði að drekka jólakaffið eða kakóið úr könnunum góðu
19.12.2018
Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki hefja undirbúning sinn fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2019 milli jóla og nýárs. KA á tvo fulltrúa í karlalandsliðinu og einn í kvennalandsliðinu en þetta eru þau Alexander Arnar Þórisson, Sigþór Helgason og Gígja Guðnadóttir
06.12.2018
Blakdeild KA er með glæsilegar KA könnur til sölu sem er nokkuð sem allir KA menn ættu að eiga. Þá eru könnurnar tilvalin jólagjöf og því um að gera að hafa hraðar hendur því lokað verður fyrir pantanir þann 10. desember næstkomandi
02.12.2018
Karla- og kvennalið KA í blaki mættu HK öðru sinni í dag en liðin mættust einnig í gær í uppgjöri toppliða Mizunodeildanna. Kvennalið KA vann frábæran sigur í gær á meðan karlaliðið tapaði sínum leik en dæmið snerist algjörlega við í leikjum dagsins
01.12.2018
Það voru tveir hörkuleikir í Mizunodeildum karla og kvenna í blakinu í dag þegar KA sótti HK heim. Karlalið KA sem var ósigrað fyrir leikinn þurfti að játa sig sigrað í oddahrinu en kvennalið KA gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta liðið til að leggja HK að velli
01.12.2018
Það er alvöru verkefni sem er framundan hjá blakliðum KA í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA sækja HK heim í Fagralund í Kópavogi. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:00 og stelpurnar taka svo við í kjölfarið klukkan 15:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja okkar lið