30.05.2022
Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir hressa krakka í sumar. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara
16.05.2022
A-landslið karla og kvenna í blaki léku á Evrópukeppni smáþjóða um helgina og átti KA alls 8 fulltrúa í hópunum, þrjá í kvennalandsliðinu og fimm í karlalandsliðinu. Kvennalandsliðið lék á Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið lék í Færeyjum
16.05.2022
Um helgina fór fram síðari hluti Íslandsmóts U14 og U16 í blaki en mótið fór fram á Neskaupstað. Mikil aukning iðkenda hefur átt sér stað hjá Blakdeild KA að undanförnu og tefldi KA fram sex liðum á mótinu og er afar gaman að sjá kraftinn í starfi yngriflokka í blakinu hjá okkur
12.05.2022
Blakdeild KA á alls 8 fulltrúa í íslensku landsliðunum sem taka þátt í Evrópukeppnum smáþjóða um helgina. Kvennalandsliðið leikur að Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið leikur í Færeyjum og spennandi verkefni framundan
09.05.2022
Blakdeild KA fagnaði glæsilegu tímabili með lokahófi um helgina en kvennalið KA stóð uppi sem þrefaldur meistari og er því Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að karlalið KA lék til úrslita í bikarkeppninni
05.05.2022
KA hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki öldunga karla um nýliðna helgi og varði þar með titilinn enn eitt árið. Mikil gróska er í öldungastarfinu hjá KA en alls léku 13 lið á vegum KA á öldungamótinu sem fór fram í Kópavogi þetta árið en mótið verður haldið á Akureyri næsta ár en á öldung leika leikmenn 30 ára og eldri
03.05.2022
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fyrir troðfullu KA-Heimili í kvöld er stelpurnar unnu afar sannfærandi 3-0 sigur á Aftureldingu. KA vann þar með úrslitaeinvígið 3-0 í leikjum og vann í raun alla leikina án þess að tapa hrinu
03.05.2022
KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna með sigri á Aftureldingu klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í kvöld. Það er frítt inn og eina vitið að mæta og styðja okkar magnaða lið til sigurs
01.05.2022
KA tekur á móti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á þriðjudaginn klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Stelpurnar hafa unnið fyrstu tvo leikina og verða því Íslandsmeistarar með sigri í leiknum