04.12.2012
Leikur KA og Fylkis í blaki kvenna fór fram í KA-heimilinu á Akureyri á laugardaginn. Leikurinn var jafn og spennandi.Leikur beggja liða var þó
nokkuð kaflaskiptur. Fylkir vann fyrstu hrinuna 25-21 eftir að KA hafði verið yfir 12-7. KA vann aðra og þriðju hrinu 25-18 og 25-20. Í fjórðu hrinu
gerðu KA stúlkur mikið af mistökum og vann Fylkir hrinuna auðveldlega 25-15. KA tók sig á í fimmtu hrinu og sigraði hrinuna örugglega 15-7 og
þar með leikinn 3-2.
Það er skemmtilegt frá því að segja að mæðgur áttust við í leiknum. Hugrún Ólafsdóttir leikmaður Fylkis
er mamma Dagnýar Ölmu Jónasdóttur leikmanns KA. Meðfylgjandi er mynd af þeim mæðgum fyrir leikinn.
07.11.2012
Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki hafa nú valið í liðin sem halda til Kristiansand í Noregi í 15. nóvember n.k. til
þátttöku í Norðurlandamóti. Tólf stúlkur og tólf drengir eru í liðunum og þar af á Blakdeild KA 9 fulltrúa
– 5 drengi og 4 stúlkur. Þjálfarar liðanna eru Filip Szewczyk sem er með drengjaliðið og Emil Gunnarsson sem er með stúlkurnar. Þess
má geta að Filip er þjálfari hjá KA.
06.10.2012
Útslit leikja í Mikasadeildinni í blaki, Akureyri 6. október 2012
Karlar: KA-UMFA
Útslit leiks: 3 - 1
Úrslit hrina:
25-22
25-22
10-25
25-20
Stigahæstu leikmenn KA:
Piotr Kempisty 30
Benedikt Rúnar Valtýsson 6
Filip Pawel Szewczyk 5
Stigahæstu leikmenn UMFA:
Ivo 15
Hlynur 7
Kem Karl 6
Konur: KA-UMFA
Útslit leiks: 0 - 3
Úrslit hrina:
14-25
7-25
13-25
Stigahæstu leikmenn KA:
Alda Ólína Arnarsdóttir 7
Dagný Alma Jónasdóttir 6
Eva Sigurðardóttir 6
Stigahæstu leikmenn IMFA:
Zaharina Filipova 12
Miglena Apostolova 11
Auður Anna Jónsdóttir 9
23.09.2012
KA sigraði HK 3-2 í fyrsta leik vetrarins í Mikasa-deildinni í blaki. KA vann fyrstu tvær hrinurnar 25-22 og 25-17 en töpuðu næstu tveimur 19-25 og
17-25 og þurfti því oddahrinu til að ná fram úrslitum. Bæði liðin ætluðu sér sigur í þessum fyrsta leik en eftir mikla
baráttu unnu KA menn 15-10. Stigahæstu leikmenn KA voru Piotr Kempisty með 38 stig, Ævarr Freyr Birgisson með 11 stig og Filip Szewczyk og Árni Björnsson
með 5 stig hvor. Í liði HK voru stigahæstir þeir Alexander Stefánsson með 17 stig, Brynjar Pétursson með10 stig og Aðalsteinn Eymundsson 8
stig.
Í kvennaflokki mættust einnig KA og HK. HK sigraði 3-0 og fóru hrinurnar 25-11, 25-16 og 25-16. Stigahæstu leikmenn KA voru Alda Ólína
Arnarsdóttir með 8 stig, Arnrún Eik Guðmundsdóttir með 5 stig og Hafrún Hálfdánardóttir 4 stig. Þess má geta að
Arnrún Eik er yngsti leikmaður KA aðeins 13 ára og gríðarlega efnileg. Stigahæstu leikmenn HK voru Fríða Sigurðardóttir með 12 stig,
Laufey Sigmundsdóttir og Pálmey Pálmadóttir með 6 stig hvor.
06.07.2012
Blakdeild KA á 14 fulltrúa í forvalshópi U17 ára landsliða drengja og stúlkna - 7 drengi og 7 stúlkur. Þetta sýnir vel hversu
góðum árangri þessir hópar hafa náð á undanförnum misserum og verður spennandi að sjá hversu margir ná alla leið
í lokahóp en liðin halda til Finnlands í byrjun september til þátttöku á Norðulandamóti U17. Þeir leikmenn sem valdir voru
eru:
21.04.2012
Annar leikur HK og KA í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla fer fram í KA heimilinu sunnudaginn 22. apríl kl.
18:00. HK vann fyrsta leikinn en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður Íslandsmeisti. KA verður því að vinna leikinn á
sunnudaginn til að eiga möguleika á titlinum.
Mætum í KA heimilið og hvetjum liðið til sigurs!
10.04.2012
Meistaraflokkur karla í blaki gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld. KA vann Stjörnuna sem er deildarmeistari 3-0 í miklum
baráttuleik. Leikurinn var sá fyrsti í undanúrslitum Íslandsmótsins, næsti leikur verður á heimavelli KA nk. fimmtudagskvöld en tvo
sigra þarf til að komast í úrslit.