Fréttir

Íslandsmeistarar í 3. fl. kv. b-liða.

Hér er mynd af stelpunum í 3. fl. við verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn var.  Til hamingju stelpur. Þjálfari liðsins er Piotr Kempisty - núverandi Íþróttamaður KA.

Fleiri Íslandsmeistaratitlar til KA!

Síðari hluti Íslandsmóts yngri flokkanna í blaki fór fram í Kópavogi 16. – 18. apríl. KA sendi sex lið til keppni og var afraksturinn tveir Íslandsmeistaratitlar og tvenn silfurverðlaun og verður það að teljast frábær árangur. Myndir af liðunum má sjá hér að ofan í myndir.

KA-HK: 0-3 í skemmtilegum leik

KA spilaði síðasta heimaleik sinn á Íslandsmótinu í kvöld og voru meistarar HK í heimsókn. Það er skemmst frá því að segja að HK vann leikinn nokkuð sannfærandi. KA á eftir útileik gegn Fylki en sá leikur skiptir engu máli þar sem Árbæjardömur eru öruggar með þriðja sætið og KA verður í því fjórða. Sama dag munu HK og Þróttur Nes berjast um Íslandsmeistaratitilinn og nægir Þrótti að vinna tvær hrinur í leiknum til að tryggja sér titilinn.

Í heimsókn hjá Hilmari

Mikil veisla var haldin s.l. laugardag hjá blakhjónunum Adda og Heiðu. Þar mættu flestir leikmenn karla- og kvennaliðs KA auk stjórnar blakdeildar. Buðu herra og frú Blak upp á æðislega kjúklingasúpu og köku í eftirrétt. Hilmar Sigurjónsson, fyrirliði karlaliðsins og Jóhann bróðir hans komust því miður ekki í veisluna þar sem þeir lentu í hörðum árekstri rétt sunnan við Blönduós. Heimasíðan mætti í veisluna og smellti af nokkrum myndum. Í dag fór hún svo í heimsókn á spítalann og þar var mikið fjör þrátt fyrir óskemmtilegt tilefnið. Myndir af báðum stöðum má sjá í myndasafninu.

Tap gegn Fylki -Leikur gegn HK á fimmtudag kl 19:30

Stelpurnar í KA töpuðu 0-3 gegn Fylki í kvöld og því eru vonir um bronsverðlaun á Íslandsmótinu nánast foknar út í veður og vind.  Mikil forföll voru í liðinu og vantaði m.a. Elmu, Birnu, Evu, Ástu, Dýrleifi og Ísey. Þær sem eftir voru áttu á brattann að sækja og töpuðu öllum hrinunum.