Fréttir

Valdís og Tea í úrvalsliði BLÍ

Blaksamband Íslands valdi í dag úrvalslið fyrri hluta úrvalsdeildanna í blaki við hátíðlega athöfn. KA á tvo fulltrúa í liði úrvalsdeildar kvenna en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tea Andric en báðar hafa þær staðið sig frábærlega með liði KA sem trónir á toppi deildarinnar

Stelpurnar með fullt hús fyrir toppslaginn

KA tekur á móti Aftureldingu í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki á morgun, laugardag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Afturelding kemur þar skammt á eftir, en Mosfellingar hafa einungis tapað einum leik í vetur og var það einmitt gegn KA