15.05.2018
Blakdeild KA er áfram stórhuga eftir gríðarlega vel heppnað tímabil hjá karlaliðinu sem vann alla þrjá titla sem í boði voru. Liðinu barst í morgun mikill liðsstyrkur en Miguel Mateo Castrillo var stigahæsti leikmaður Mizunodeildarinnar á síðustu leiktíð og kemur til KA frá Þrótti Neskaupstað
14.05.2018
Það rigna enn inn titlar hjá Blakdeild KA en 3. flokkur kvenna varð um helgina Íslandsmeistari í sínum flokki eftir frábæra frammistöðu á Ísafirði. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína 2-0, geri aðrir betur!
12.05.2018
Karlalið KA í blaki varð eins og flestir vita þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili þegar liðið hampaði Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistaratitlinum. Lokahóf Blaksambands Íslands var haldið í gær og var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Þá var Filip Pawel Szewczyk valinn besti leikmaðurinn