Fréttir

Burst gegn Fylki

Kvennalið KA lék sinn næstsíðasta leik í deildarkeppninni á laugardag. Fylkir var í heimsókn og eftir snarpa viðureign vann KA 3-0. Hrinurnar fóru 25-14, 25-15 og 25-16. Leikurinn var afar mikilvægur því liðin tvö, ásamt HK og Þrótti Neskaupstað eru að berjast um fjögur efstu sætin í deildinni. KA komst úr fjórða sætinu upp í annað, er með jafn mörg stig og HK.

Slæmt tap gegn HK og titillinn bíður um stund - Stelpurnar unnu Ými

Tvö efstu lið MIKASA deildar karla, KA og HK, mættust í Kópavogi í dag. Með sigri hefði KA tryggt sér deildarmeistaratilinn og um leið sinn fyrsta titil í 18 ár. Mikil stemning var á leiknum en liðsmenn KA voru illa stemmdir og steinlágu 1-3. KA á tvo leiki eftir í deildinni og sigur í öðrum þeirra nægjir til að landa deildarmeistaratitlinum. Stelpurnar spiluðu einnig í dag og unnu þær Ými 3-2. Þær eiga eftir tvo heimaleiki, gegn HK og Fylki en þau lið eru efst í deildinni. Stöðuna í kvennadeildinni má sjá með því að lesa meira. Bæði lið eru nú komin í úrslitakeppni Íslandsmótsins og einnig eru þau í undanúrslitum bikarsins. Karlaliðið mun spila við Þrótt Reykjavík í þeirri keppni en stelpurnar spila við Fylki. Báðir leikirnir fara fram 13. mars í Laugardalshöllinni. Ef KA kemst í úrslitaleikina þá munu þeir verða spilaðir daginn eftir.

KA komið í undanúrslit

Karlalið KA var í eldlínunni um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Bridgestonebikarsins. Sex lið börðust um tvö laus sæti en kvennalið KA var þegar búið að tryggja sitt sæti í undanúrslitunum. KA strákarnir rúlluðu yfir alla andstæðinga sína og verða því í Laugardalshöllinni 13. mars þegar undanúrslitin fara fram. Stelpurnar verða þar líka og er ástæða fyrir Eyfirðinga, Þingeyinga, Ólsara og fleiri að fjölmenna í Höllina.

Tvöfaldur sigur KA gegn Þrótturum 3-1 og 3-2

KA tók á móti Þrótti Reykjavík í KA heimilinu á laugardag bæði í karla- og kvennaflokki.  Karlaliðið steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með 3-1 sigri en liðið er nú efst í MIKASA deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Kvennaliðið vann einnig sinn leik eftir mikinn barning og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina.