Ná KA menn að knýja fram oddaleik gegn HK?

Í kvöld, föstudag fer fram annar leikur KA og HK í undanúrslitum Mizuno-deildar karla í blaki. Þetta er annar leikur liðanna í undanúrslitunum og hefst hann klukkan 20:00 í KA heimilinu. Fyrsti leikur liðanna var á miðvikudaginn og var það gríðarleg rimma sem lauk með 3-2 sigri HK eftir tveggja tíma baráttu.

Þessi lið áttust einnig við í úrslitaleik bikarkeppninnar og þar sigraði KA 3-1. Það má því reikna með hörkubaráttu í kvöld, KA þarf á sigri að halda til að knýja fram oddaleik. Leikur liðanna hefst eins og áður segir klukkan 20:00 og fer fram í KA heimilinu.