25.01.2010
Kvennalið KA tapaði 3-0 (25-19, 25-16, 25-19) fyrir Þrótti Neskaupstað um helgina. Þrátt fyrir öruggan sigur Þróttar stóðu
KA stúlkur sig með ágætum lengst af og veittu Þrótti verðuga keppni.
22.01.2010
Í dag vann karlalið KA góðan 3-0 sigur á áhugalitlum HK-ingum. KA menn áttu harma að hefna en HK er eina liðið sem hefur unnið KA á
þessu keppnistímabili. Í þeim leik komust KA menn í 2-0 en glutruðu leiknum svo í einhverju mesta klúðri íþróttasögu
Íslands. Nú var annað uppi á teningnum en HK komst nærri í lokahrinunni.
10.01.2010
Á KA - deginum í dag, sem fram fór í tilefni 82. ára afmæli KA, var íþróttamaður KA kjörinn. Í ár var
Piotr Slawomir Kempisty kjörinn. Piotr var valinn besti leikmaður 1. deildar karla 2009 af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar
er hann stigahæstur í MIKASA deild karla eftir fyrstu fimm umferðir þessa keppnistímabils. Í öðru sæti var Haukur Heiðar
knattspyrnumaður og í því þriðja var Helga Hansdóttir júdókona en þau hafa bæði staðið sig virkilega vel á
árinu. Heimasíðan óskar þessu frábæra keppnisfólki til hamingju með titlana!
10.01.2010
Árið hefur verið viðburðarríkt hjá blakdeild KA einsog reyndar félaginu öllu. Sigurður Arnar, formaður deildarinnar, tók saman
helstu viðburði á árinu og bjó til annál ársins 2009 fyrir deildina, hér er hægt að lesa hann.
09.01.2010
Kvennalið KA fylgdi í fótspor karlanna og vann sinn leik gegn Stjörnunni. Eftir mikið basl í tveimur fyrstu hrinunum náði KA undirtökunum og vann
að lokum öruggan 3-1 sigur. Hulda Elma Eysteinsdóttir bar liðið á herðum sér og tók málin í sínar hendur þegar á
þurfti að halda. Hún skoraði 27 stig en Auður Anna var með 16 og Birna 14.
09.01.2010
Karlalið KA vann Stjörnuna 3-2 í hörku tveggja tíma leik í KA heimilinu í dag. Stigahæsti maður KA var Piotr Kempisty með 32 stig en
Hilmar Sigurjónsson skoraði 18 stig.