09.11.2022
Blakveislan heldur áfram í kvöld þegar KA tekur á móti Völsung í nágrannaslag í úrvalsdeild kvenna klukkan 20:15. KA vann góðan heimasigur á Þrótti Fjarðabyggð um helgina og eru stelpurnar því með tvo sigra og eitt tap eftir fyrstu þrjá leiki sína
07.11.2022
Fyrsta túrnering á Íslandsmótinu í blaki karla hjá leikmönnum 20 ára og yngri fór fram á Húsavík um helgina. Það má með sanni segja að strákarnir okkar hafi staðið sig með prýði en þeir unnu alla leiki sína og það án þess að tapa hrinu
07.11.2022
KA og Þróttur Fjarðabyggð mættust bæði karla- og kvennamegin í blakinu um helgina. Báðir leikir fóru fram í KA-Heimilinu en karlarnir mættust á föstudeginum en konurnar á laugardeginum. Eins og svo oft áður urðu leikir liðanna jafnir og spennandi
04.11.2022
Blakið er komið aftur á fullt eftir landsliðspásu og leika bæði karla- og kvennalið KA heimaleiki um helgina. Strákarnir spila í kvöld, föstudag, klukkan 20:15 gegn Þrótti Fjarðabyggð og stelpurnar svo á sunnudag einnig gegn Þrótti Fjarðabyggð klukkan 16:00