Fréttir

Kóngurinn blakmaður ársins

KA-HK unglingar

KA og HK léku sinn þriðja leik um helgina á sunnudaginn. Þá léku yngri leikmenn liðanna eða annar flokkur.

KA-HK

KA vann HK örugglega 3-0 í tveimur viðureignum um helgina.

KA-HK kl 20:00

Í kvöld og á laugardaginn mætast lið HK og KA í fyrstu deild karla í blaki. Í fyrra mættust þessi lið nokkrum sinnum og hafði HK oftast betur. Liðin mættust t.d. í undanúrslitum Íslandsmótsins og vann HK þar í spennandi viðureignum.Liðin enduðu í 2 og 3 sæti í deildinni síðasta ár og ætti þetta því að verða jafn leikur samkvæmt því. HK liðið hefur þó misst marga menn frá síðasta tímabili og er liðið að mestu skipað ungum leikmönnum.

Þróttur R.-KA

KA menn léku við Þrótt helgina 16-17 nóvember en það gekk ekki vel hjá KA mönnum þar sem þeir töpuðu báðum leikjunum 3-0 og 3-0. 

Upphitun: Þróttur R.-KA

Um helgina mætast lið Þróttar R. og KA í blaki. Liðin hafa átt svipuðu gengi að fagna á þessu tímabili og eru bæði við toppinn. KA menn eru í öðru sætinu með 9 stig eftir 4 leiki en lið Þróttar kemur í humátt á eftir með 7 stig en eiga leik til góða. Gengi þessara liða var mjög ólíkt í fyrra en þá endaði KA í þriðja sæti í deild og tapaði naumlega fyrir HK í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þróttara liðið átti hins vegar í ströggli allt tímabilið og endaði að lokum í neðsta sæti án sigurs. KA menn unnu alla leiki liðana í fyrra en þeir enduðu 3-0, 3-2, 3-0, og 3-2. 

Sex lið frá KA á Íslandsmót yngriflokka

Sex lið fara fyrra Íslandsmót yngriflokka sem haldið verður á Neskaupstað um helgina.  Alls fra 37 keppendur frá KA í 3. - 5. flokki sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. 

Stórfréttir úr blakinu - Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í rúmlega 2 ár

KA og Stjarnan áttust við í bikarkeppninni í dag og er skemmst frá því að segja að KA menn unnu leikinn 2-1      (26-24) (21-25) (16-14). Eftir því sem næst verður komist þá hefur Stjarnan ekki tapað leik í rúm tvö ár en liðið tapaði síðast fyrir HK í nóvember 2005. Stjarnan er þó ekki úr leik þar sem nýtt keppnisfyrirkomulag hefur verið tekið upp í Bikarkepppni BLÍ.

Brosbikarinn um helgina

Um helgina ferðast bæði lið KA í blaki suður og keppa í bikarkeppni BLÍ sem kallast nú Brosbikarinn.  Keppt verður í íþróttahúsinu í Austurbergi og er mótið í umsjón ÍS.

Völsungar-KA

Síðastliðinn mánudag fór KA í 2. deild kvenna austur á Húsavík og keppti við öldungualiðið Völsunga.