Fréttir

Valdís og Tea í úrvalsliði BLÍ

Blaksamband Íslands valdi í dag úrvalslið fyrri hluta úrvalsdeildanna í blaki við hátíðlega athöfn. KA á tvo fulltrúa í liði úrvalsdeildar kvenna en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tea Andric en báðar hafa þær staðið sig frábærlega með liði KA sem trónir á toppi deildarinnar

Stelpurnar með fullt hús fyrir toppslaginn

KA tekur á móti Aftureldingu í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki á morgun, laugardag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Afturelding kemur þar skammt á eftir, en Mosfellingar hafa einungis tapað einum leik í vetur og var það einmitt gegn KA

KA á 5 fulltrúa í æfingahópum A-landsliðanna

Næstum því tvö ár eru liðin frá því að A-landslið karla og kvenna í blaki spiluðu leiki en sú bið er brátt á enda. Landsliðin taka þátt í Novotel Cup í Lúxemborg dagana 28.-30. desember næstkomandi og framundan er undirbúningur fyrir mótið

Auður og Rakel í lokahóp U17

Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir voru í dag valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í blaki sem tekur þátt í undankeppni EM í Köge í Danmörku dagana 17.-19. desember næstkomandi. Tamas Kaposi er aðalþjálfari og Tamara Kaposi-Peto er aðstoðarþjálfari

Auður og Rakel æfðu með U17 á Húsavík

Stúlknalandslið Íslands í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri kom saman til æfinga á Húsavík um helgina en framundan er undankeppni fyrir Evrópumótið í desember. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir

Landsbankinn framlengir við blakdeild KA

Landsbankinn og blakdeild KA framlengdu á dögunum styrktarsamning sinn til næstu tveggja ára. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl blakdeildar sem og annarra deilda félagsins og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem skiptir sköpum í okkar metnaðarfulla starfi

Líf og fjör á fyrirtækjamóti KA í blaki

Blakdeild KA stóð fyrir fyrirtækjamóti í blaki í KA-Heimilinu á föstudaginn þar sem stórglæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Fjölmörg fyrirtæki sendu lið til leiks á mótið þar sem gleðin var í fyrirrúmi enda getustig leikmanna ansi misjafnt og aðalatriðið að hrista hópinn vel saman

Jóna valin best í liði Íslands á NEVZA

Norðurlandamót NEVZA í blaki hjá U19 ára landsliðunum fór fram um helgina og átti blakdeild KA alls fimm fulltrúa á mótinu sem fór fram í Rovaniemi í Finnlandi

Fimm frá KA á NEVZA með U19

Blakdeild KA á alls fimm fulltrúa í U19 ára landsliðum Íslands sem keppa á NEVZA Norðurlandamótunum sem fara fram í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Hópurinn lagði af stað í dag og keppnin hefst svo á föstudag

Stelpurnar í U17 sóttu gull til Danmerkur

Amelía Ýr Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í U17 ára landsliði Íslands í blaki gerðu sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja