Fréttir

Lokahóf yngriflokka 2008

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið nú á dögunum. Verðlaun voru veitt fyrir bestu framfarir og síðan voru veitt s.k. háttvísis verðlaun fyrir góða hegðun, ástundun og dugnað á æfingum.

Lokahóf yngriflokkanna þriðjudaginn 20. maí

Kæru blakarar og foreldrar/forráðamenn Nú er frábærum blakvetri að ljúka og verður lokahóf 3. – 6. flokks haldið þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Við ætlum að hittast við KA-heimilið kl. 17:00, sameinast þar í bíla og halda út í Kjarnaskóg ef veður leyfir. Þar munum við spila blak og skemmta okkur saman. Fari svo að veðrið verði okkur ekki hliðhollt munum við vera í KA-heimilinu í staðinn.

Ný stjórn Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA var haldin 7. maí síðastliðinn. Nýr formaður var kosinn á fundinum Sigurður Arnar Ólafsson en Hjörtur Halldórsson sem áður var formaður deildarinnar lét af embætti. Hjörtur mun þó  áfram sitja í stjórn deildarinnar. Sigurður Arnar hefur lengi setið í stjórn Blakdeildar KA og er þar flestum hnútum kunnugur. Hann hefur m.a. stýrt yngriflokkamálum deildarinnar í áraraðir.

Aðalfundur Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í KA heimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði deildarinnar.