Fréttir

4 fulltrúar KA í kvennalandsliðinu

Í kvöld var birtur lokahópur blaklandsliðs Íslands sem mun leika á Novotel Cup í Lúxemborg dagana 3.-5. janúar næstkomandi. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum en það eru þær Gígja Guðnadóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir

Vel heppnað skemmtimót blakdeildar

Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Blakdeild KA stóð fyrir skemmtimóti fyrir fullorðna. Alls mættu 50 manns og léku listir sínar en mótið fór þannig fram að karlar og konur léku saman og var dregið reglulega í ný lið

Skemmtiblakmót á laugardaginn

Laugardaginn 28. desember verður blakdeild KA með skemmtimót fyrir alla sem hafa áhuga. Þátttökugjald er 2.500 krónur á mann en mótið fer þannig fram að fyrir hverja umferð er dregið í lið og því nauðsynlegt að aðlagast snemma hverju liði fyrir sig

Helena og Ævarr blakfólk ársins 2019

Blaksamband Íslands útnefndi í dag blakfólk ársins 2019 og má með sanni segja að KA fólk hafi staðið uppúr að þessu sinni. Helena Kristín Gunnarsdóttir var valin blakkona ársins en hún hefur farið fyrir KA liðinu sem er handhafi allra titlanna í blaki kvenna hér á landi

Annar frábær sigur KA á Aftureldingu

KA gerði sér lítið fyrir og vann Aftureldingu öðru sinni um helgina er liðin mættust í gær. KA vann fyrri leik liðanna á laugardaginn og var það fyrsta tap Mosfellinga í vetur en með sigrinum í gær tók KA liðið afgerandi forystu á toppi deildarinnar og er ósigrað eftir fyrstu 9 leiki vetrarins

KA áfram ósigrað eftir uppgjör toppliðanna

Það var heldur betur stórleikur í Mizunodeild kvenna í dag þegar KA sótti Aftureldingu heim. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í vetur og ljóst að liðin myndu berjast grimmt um stigin þrjú sem í boði voru. Karlalið KA sótti svo Álftnesinga heim þar sem liðin í 3. og 5. sæti deildarinnar mættust

Mikilvægir útileikir í blakinu í dag

Það er ansi stór dagur í blakinu í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA leika á útivelli. Konurnar ríða á vaðið í einum stærsta leik tímabilsins þegar KA sækir Aftureldingu heim klukkan 14:00. Bæði lið hafa unnið alla leiki sína í vetur og ljóst að það verður hart barist um stigin í þeim leik. Liðin mætast svo aftur á morgun

Æfingar blakdeildar falla niður í dag

Æfingar yngriflokka KA í blaki falla niður í dag vegna veðurs. Þetta eru æfingar hjá 2., 3. og 4. flokki en þetta er gert til þess að takmarka áhættuna þegar að færð spillist í bænum. Þá sérstaklega með þá flokka sem eru háðir rútu og skutli

KA á 4 fulltrúa í æfingahóp kvennalandsliðsins

Í dag var tilkynntur æfingahópur A-landsliðs kvenna í blaki sem undirbýr sig fyrir Novotel Cup í Lúxemborg dagana 3.-5. janúar næstkomandi. Ásamt Íslandi taka þátt Lúxemborg, England og Skotland. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum sem mun æfa dagana 27.-30. desember

Sterkur sigur KA á Álftanesi

KA sótti Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki í gær en staða liðanna var heldur betur ólík fyrir leikinn. KA var á toppi deildarinnar og hafði unnið alla sína leiki en heimaliðið var á botni deildarinnar með þrjú stig. Þó mátti reikna með krefjandi verkefni en sigur Álftnesinga kom gegn sterku liði HK