4. stigamótið í strandblaki fór fram um helgina
16.07.2018
Um helgina fór fram fjórða stigamótið í strandblaki og var leikið í Kjarnaskógi. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir strandblak í Kjarnaskógi og var leikið á öllum fjórum völlunum á mótinu. Keppt var í tveimur deildum bæði karla og kvennamegin og má svo sannarlega segja að mikið líf hafi verið á keppnissvæðinu